Monthly Archives: janúar 2018

Sjálfsmorð í stríðshrjáðu landi?

Bókin Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur kom út árið 2016 og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin það árið. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Auði Övu en verður  ekki sú síðasta. Auður Ava hefur ótrúlega gott tak á því að halda lesandanum föstum og ég varð í raun fyrir vonbrigðum þegar bókinni lauk. Mig langaði í meira!…

Af tvennum tímum Hólmfríðar Hjaltason

Í jólabókaflóðinu á síðasta ári leyndist fagurbleik bók. Mér áskotnaðist bókin enda var lýsingin á bókinni nokkuð spennandi: Endurminnigar Hólmfríðar Hjaltason, skráðar af Elínborgu Lárusdóttur. Bókin kom fyrst út árið 1949 en var endurútgefin árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og langömmubarn Hólmfríðar, skrifar formála að bókinni. Hólmfríður þessi fæddist 1870 og dó 1948…

Myrknætti

Myrknætti Ragnar Jónasson Veröld Reykjavík, 2012 Fyrsta bók þessa árs sem ég las var bókin Myrknætti eftir Ragnar Jónasson. Bókin er önnur bókin af þremur í svokallaðri Siglufjarðarseríu en þar fá lesendur að fylgjast með Ara Þór Arasyni, nýútskrifuðum lögreglumanni sem býðst vinna hjá lögreglunni á Siglufirði. Á meðan að allt virðist vera á hraðri…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is