Monthly Archives: febrúar 2018

Léttar bækur og ungir lestrarhestar

Bækurnar um Jónsa og Binnu B. Bjarna eru tilvaldar fyrir krakka sem eru tilbúin í aðeins flóknari lestur en “Ís” og “Sísí sá ás”. Í bókunum fylgjast krakkarnir með Jónsa eða Binnu. Jónsi og Binna glíma við ýmis vandamál og erfiðleika í hverri bók. Erfiðleikarnir eru allt frá kvíða yfir í siðferðilegar spurningar eins og…

Mjólk og hunang

Milk and honey Rupi Kaur Andrews McMeel Publising Bandaríkin, 2015 Ég fékk þessa fallegu ljóðabók lánaða hjá samstarfskonu minni. Það tók mig ekki langan tíma að klára bókina, eina kvöldstund. Bókin skiptist í fjóra hluta; sársaukinn (the hurting), ástin (the loving), niðurbrotið (the breaking) og enduruppbyggingin (the healing). Það er mjög mikill munur á ljóðunum…

Með kúk á hausnum

Barnabókin sem hefur verið lesið hvað oftast á mínu heimili er án efa Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni eftir Werner Holzwarth með teikningum eftir Wolf Erlbruch í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni er ótrúlega skemmtileg á sinn einfalda hátt. Moldvarpa vaknar upp…

Að borða börn

Fyrir nokkru síðan áttum við mæðginin ferð í bókabúðina á Akranesi, sem er svo sem ekki frásögur færandi. Við erum þar næstum annann hvern dag. Í þessari ferð otaði amman (og starfsmaður bókabúðarinnar) að okkur barnabókinni Mig langar svo í krakkakjöt. Bókin er skrifuð af Sylviane Donnio, myndskreytt af Dorothée de Monfreid  og í frábærri þýðingu Guðrúnar…

Fyrirgefning Þórdísar og Tom

Handan fyrirgefningar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger Forlagið Reykjavík, 2017 Bókin Handan fyrirgefningar kom út í mars árið 2017. Ég var ekki að lengi að hugsa mig um áður en ég var búin að reiða fram debetkortið og hún varð mín. Það tók mig aftur á móti langan tíma að klára loksins að lesa…

Mistur Huldu Hermannsdóttur

Mistur Ragnar Jónasson Veröld Reykjavík, 2017 Ókunnugur maður bankar uppá hjá hjónum á Austurlandi tveimur dögum fyrir jól. Hríðarveður er úti og lítur allt út fyrir að maðurinn þurfi að eyða jólunum með þeim hjónum. Lögreglukonan Hulda tekst á við erfiða atburði heima fyrir og hefur það áhrif á vinnu hennar. Allt í einu dúkkar…

Öðruvísi unglingasaga

Eleanor & Park Rainbow Rowell Bókabeitan Reykjavík, 2013 Þessi hugljúfa og átakanlega unglingaástarsaga greip mig ekki í fyrstu og tók mig talsverðan tíma að komast í gegnum fyrstu blaðsíðurnar. Ég kunni ekki að meta Park og ég skildi ekki hvaðan Eleanor kom. Þegar að leið á bókina fór ég að skilja Eleanor betur og sá…

Geimverur og gæludýr

Bækurnar um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem eru skrifaðar af Ævari Þóri Benediktssyni, eru orðnar þrjár. Gestir utan úr geimnum er þriðja bókin í þeim bókaflokki en jafnframt sú fyrsta sem er lesin hér á bæ. Því skal þó bætt við að ég hef beðið þess með óþreyju að lestrar- og bókaáhugi afkvæmanna kæmist á þann stað…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is