Léttar bækur og ungir lestrarhestar

heyrdu-jonsiBækurnar um Jónsa og Binnu B. Bjarna eru tilvaldar fyrir krakka sem eru tilbúin í aðeins flóknari lestur en “Ís” og “Sísí sá ás”.

Í bókunum fylgjast krakkarnir með Jónsa eða Binnu. Jónsi og Binna glíma við ýmis vandamál og erfiðleika í hverri bók. Erfiðleikarnir eru allt frá kvíða yfir í siðferðilegar spurningar eins og hvort það sé í lagi að segja ýkjusögur eða skröksögur. Með hverri bók er því hægt að taka með sér einhvern lærdóm.

Bækurnar eru skrifaðar af Sally Rippin, áströlskum barnabókahöfundi og teiknara. Hún hefur slegið rækilega í gegn með bókunum um Binnu og Jónsa. Bækurnar eru með stóru letri og henta því yngstu lestrarhestunum. Bækurnar henta börnum á aldrinum 6-8 ára.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...