Monthly Archives: mars 2018

Orlandó, eða síðasta bókin fyrir fæðingu

Það eru komnir tveir mánuðir síðan ég las skáldsöguna Orlandó eftir Virginíu Woolf. Það er ekki ákjósanlegur tími til þess að láta líða á milli þess sem maður les bók og skrifar um hana, en svona endaði þetta nú hjá mér þrátt fyrir göfugan ásetning. Ég las bókina undir sérstökum kringumstæðum, ég var í senn…

Einu sinni var í austri: Uppvaxtarsaga

Sjálfsævisögur hafa sjaldan heillað mig. Mér finnst þær oft á tíðum uppfullar af löngum lýsingum á högum fólks, umhverfi sem er mér ókunnugt og persónum sem sögumaður þekkir vel en gleymdi kannski að kynna fyrir lesandanum. Þær geta verið svo þurrar. Þegar ég tók upp bókina Einu sinni var í austri: Uppvaxtarsaga var ég því ekkert…

Fortíðarþrá til níunda áratugarins

Ready player one eftir Ernest Cline er bók sem hefur náð að safna að sér stórum fylgjendahópi og fengið költ status meðal lesenda sinna. Væntanleg í bíóhús á Íslandi er kvikmynd byggð á sögunni og hennar hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Cline notar dægurmenningu níunda áratugarins ríkulega í bókinni og það gæti vel verið hluti…

Í lítilli laug með ellefu manneskjum

Paula Hawkins skrifaði bókina Konan í lestinni (e. The Girl on the Train) sem síðar var kvikmynduð með Emily Blunt í aðahlutverki. Sú bók seldist í bílförmum og varð gríðarlega vinsæl. Sjálf hef ég ekki lesið hana, en ætla ekki að andmæla fjölda manns sem hrósa henni í hástert. Ég á einn daginn eftir að grípa hana upp…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is