Dísa, Gosi og Alfinnur

bækurÉg bý svo vel að hafa undir höndum þrjár klassíksar barnabækur. Sögurnar um  Alfinn álfakóng, Dísu ljósálf og Gosa hafa fylgt íslenskum börnum í gegnum áratugina. Bækurnar sem ég á eru prentaðar í prentsmiðjunni Leiftur sem var starfrækt  á árunum 1946-1978 og gaf út fjölda barnabóka. Þær eru ríkulega myndskreyttar með auðlesanlegum texta og letri.

Kynslóðalesning

pinocchio-jiminy3Sögurnar eru klassískar og það verður ekki tekið frá þeim. Allir ættu að lesa Alfinn álfakóng, Dísu ljósálf og Gosa að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Sjálf hef ég lesið bækurnar fyrir villimennina á heimilinu. Þeir heilluðust mjög af Gosa og við nýttum marga kvöldlestra til að sökkva okkur í heim Collodi þar sem brúður geta talað. Sjálf man ég eftir svipuðum kvöldlestri með mínum eigin foreldrum, það eru dýrmætar minningar. Ég man sérstaklega eftir því þegar lesið var um það þegar Gosi var að breytast í asna. Þá óskaði ég þess alltaf að hann myndi bara breytast í asna, það væri örugglega skemmtilegt að vera asni. Þá skyldi maður lítið myndmálið…

dísa

Hins vegar höfðu mínir strákar töluvert minni áhuga á Dísu ljósálfi. Sennilega af því að aðalsögupersónan er kvenkyns. Sjálf var ég mjög hrifin af sögunni um Dísu ljósálf. Ég man ennþá hve hryllilegt mér þótti að hugsa til þess að vængirnir voru klipptir af aumingja Dísu, fékk næstum martraðir.

Pólitísk rétthugsun?

Þar sem útgáfurnar sem sitja í minni hillu hljóta að teljast nokkuð gamlar, er orðfar í þeim mjög frábrugðið því sem börn í dag eiga að venjast. Það kom fyrir á meðan við þræddum í gegnum þessa ævintýraheima að við stöldruðum við og ræddum ný orð. Hvað þýddi hitt og hvað þýddi þetta? Það er mikilvægt að lesa ekki alltaf auðveldustu bækurnar fyrir börn, þar sem orðaforði þeirra auðgast eftir því hvað lesið er fyrir þau.

Sem gamlar útgáfur er líka gaman að sjá hvernig börn bregðast við úreltum kynjasjónarmiðum og alhæfingum. Fjörugar umræður hafa líka sprottið út frá þeim. Það er allt í lagi að lesa bækur þar sem allt er á skjön við skoðanir samfélagsins í dag. Ef eitthvað er, þá er það fræðandi. Alfinnur álfakóngur mátti til dæmis ekki gráta þegar hann fékk steininn í nefið. Karlmennskan, þið vitið. En það er allt í lagi að gráta og við ræðum um það. Strákarnir spyrja líka reglulega: Af hverju hitt og af hverju þetta? Það skapar dýrmæta samverustund og samræður.

Ég skora á fólk að lesa gamlar bækur fyrir börnin sín.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...