Monthly Archives: júní 2018

Til Barselóna með Dan Brown

Dan Brown sendi frá sér nýja bók fyrir skemmstu, bókina Uppruni. Brown er hvað þekktastur fyrir að skrifa Da Vinci-lykilinn sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2003. Síðan Da Vinci-lykillinn  kom út hefur Brown skrifað tvær bækur til viðbótar um Robert Langdon, prófessor í táknfræði. Samtals hafa því komið út fimm bækur um…

Birnir gegn fordómum

Kvöldlesningin fyrir einn af ungunum síðustu kvöld hefur verið Flökkusaga  eftir Láru Garðarsdóttur. Bókin er hugljúf saga um litlu birnuna Ísold og mömmu hennar sem þurfa að halda á nýjar slóðir. Heimkynni þeirra á norðurslóðum hafa tekið breytingum og þær geta ekki búið þar lengur. Bókin er ansi sorgleg. Okkur mæðginum þótti til dæmis hrikalega sorglegt…

Krúttleg saga af hernámi

Ég var að enda við að ljúka við Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shiffer og Annie Barrows og er uppfull af hlýjum tilfinningum og sé allt í bleikri móðu. Allt er svo milt og ljúft og krúttlegt. Bækur hafa tvímælalaust áhrif á það hvernig við sjáum heiminn og allir ættu að lesa krúttlegar bækur inn á…

Tilfinningaþrungin rússíbanareið frá Nígeríu

  Mér finnst ég næstum óverðug að fjalla um Allt sundrast eftir Chinua Achebe. Bókin er talin eitt af höfuðritum afrískra bókmennta og skrifuð af Nígeríumanninum Chinua Achebe og kom fyrst út árið 1958. Við fylgjumst með sögu Igbo þjóðflokksins á þeim tíma er hvíti maðurinn tekur yfir Afríku með heimsvaldastefnu, yfirgengilegri frekju og menningaráhrifum. Ég ætla…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is