Monthly Archives: ágúst 2018

Þinn eigin léttlestur

Ævar Þór Benediktsson sendi frá sér tvær nýjar léttlestrarbækur um miðjan ágúst, rétt fyrir skólabyrjun. Bækurnar eru léttlestrar útgáfan af “Þín eigin”-bókaflokknum, sem hefur verið mjög vinsæll síðustu ár og náð á vel flesta metsölulista. Nýju bækurnar heita Þín eigin saga: Búkolla  og Þín eigin saga: Börn Loka og mér finnst nafnið á bókunum gefa til kynna…

Auðleysanlega flétta

Fléttan eftir franska rithöfundinn og kvikmyndaleikstjórann Laetitiu Colombani er einföld bók. Sagan segir frá þremur konum sem tengjast án þess að gera sér grein fyrir því. Smíta er stéttleysingi í Indlandi sem berst gegn ríkjandi skipulagi samfélagsins og neitar að láta dóttur sína halda áfram að lifa sem stéttleysingi. Guilia vinnur í fyrirtæki föður síns…

Njótum líðandi stundar

Ég greip splunkunýja og frekar litsterka kápu á bókasafninu í þetta sinn.  Stór og mikil prófílmynd af fjólublárri konu sem líkist helst Angelinu Jolie ríkir yfir bakgrunninum og fyrir neðan eru fleiri litlar fígúrur í ýmsum iðkunum. Bókin heitir Undraherbergið og er eftir Julien Sandrel. Thelma er framakona sem stefnir langt og hátt í starfi…

Allavega einhver bjartsýni

Á meðan ég kljáðist við lesefnisleysi í sumarbústaðnum fyrir nokkrum vikum mundi ég skyndilega eftir því að ég get hlaðið niður rafbókum á lesbrettið mitt. Rafbækur eru fínar aflestrar, sérstaklega ef þær eru lesnar á lesbretti þar sem ekki er mikil baklýsing. Það er heldur ekki verra að maður getur stækkað og minnkað letrið að…

Slímast í eldhúsinu

Fyrir nokkrum vikum gaf Katrín Lilja Sigurðardóttir, eða Sprengju-Kata, út Slímbók Sprengju-Kötu. Ég þekki Sprengju-Kötu helst í tengslum við Ævar vísindamann, þar sem hún kemur með skemmtileg og fræðandi innslög í þættina hans eða á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Mér fannst því skemmtilegt að sjá Sprengju-Kötu færa út kvíarnar og gefa út sína eigin bók. Katrín er…

Hvernig er að vera gleymd?

Vísindaskáldsögur heilla mig óendanlega mikið. Ímyndunaraflið sem þarf til að hugsa upp nýja heima, nær óhugasandi atburði og nýstárlega tækni er bara eitthvað svo magnað. Claire North hefur ótrúlega hæfileika þegar hún beitir pennanum og hefur sent frá sér fjórar vísindaskáldsögur. Lestrarklefinn hefur áður fjallað um bók eftir Claire North og mælir hiklaust með bókum…

Rauða minnisbókin

Rauða minnisbókin er frumraun blaðakonunnar Sofiu Lundberg og hefur slegið í gegn svo um munar og hefur verið nú þegar verið þýdd á fjölda tungumála um allan heim. Kápan er lokkandi og gefur loforð um ferðalög. Það er ástæðan fyrir því að ég greip hana úr hillunni á bókasafninu. Ég elska ferðalög. Sagan hefst þar sem…

Fræðibækur fyrir fróðleiksfúsa krakka

Algengasta spurningin á heimilinu hjá okkur er “af hverju [eitthvað sem er nær ómögulegt að svara nema kunna skammtafræði og vera með doktorsgráðu í geimvísindum]?”. Fyrir svona fimm árum, þegar “af hverju?” spurningarnar byrjuðu, var ég meira en viljug og nægilega fróð til að svara þeim. “Af hverju er himinninn blár?” “Jú, minn kæri, hvítt…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is