Monthly Archives: september 2018

Sorglegasti kaflinn í Sögu þernunnar

Saga þernunnar eftir Margaret Atwood var önnur bókin sem ég las eftir fæðingu sonar míns. Það var febrúar og það var dimmt. Við lágum uppi í rúmi, hann var ýmist á brjósti eða sofandi upp við brjóstið og ég tyllti bókinni upp á rönd á dýnunni fyrir aftan höfuðið á honum. Ég las þó nokkuð…

Lesefni fyrir krakka í 5.-7. bekk

Rétt eins og hja yngri börnum, þá getur verið erfitt að finna lesefni fyrir krakka á miðstigi í skóla. Þetta er aldurinn sem flestir krakkar, sem yfir höfuð hafa áhuga á því að lesa, eru farnir að lesa sér til gamans. Þess vegna eru sögurnar orðnar flóknari, textinn lengri og bækurnar þykkari. Þetta er skeiðið í…

Skyggnst í fortíð og einkalíf í bréfum

Það eru ótrúlegustu hlutir sem byrja sem blogg. Blogg þarf ekki endilega að vera eitthvað innihaldslaust kjaftæði, og ég þori að alhæfa að flest blogg eru það alls ekki. Að minnsta kosti þau sem ná einhverri dreifingu. Síðastliðið sumar rataði í mínar hendur doðrantur einn sem einmitt byrjaði sem blogg. Letters of Note: Correspondence Deserving…

Skyldulesning í fæðingarorlofinu? Draumaland.

Ég las bókina Draumaland. Svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs eftir Örnu Skúladóttur þegar sonur minn var nýorðinn fjögurra mánaða. Ég fékk bókina lánaða hjá vinkonu minni, sem var sjálf með hana í einhverskonar láni frá vinkonu sinni, enda er þetta bók sem ég hugsa að fáir nenni að lesa nema…

Kvenleg byltingarljóð

Í hendur mínar rataði lítil bók, fagurlega hönnuð og eitthvað svo viðkvæm að mér þótti næstum synd að opna hana og aflaga fullkomnar blaðsíðurnar. En ég gerði það samt, því hvers virði er bók ef maður getur ekki opnað hana og lesið? Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur er sjöunda ljóðabók hennar. Linda fékk einróma lof gagnrýnenda fyrir…

Lesefni fyrir yngstu lesendurna – listi

Nú þegar skólarnir eru komnir á skrið og nýjir lesendur eru að uppgötva leyndardóma lesturs, stafa og læsis, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér lesefni fyrir yngstu lesendurna. Ég fékk í lið með mér skólabókasafnskennara til að klastra saman góðum lista yfir vinsælustu bækurnar fyrir börn í 1.-4. bekk. Listinn er á…

Margit Sandemo

Þær fréttir bárust í vikunni að norski rithöfundurinn Margit Sandemo hefði orðið bráðkvödd í svefni á heimili sínu, 94 ára að aldri. Friðsælli dauðdaga er varla hægt að hugsa sér og ef einhver á það skilið að kveðja heiminn með svo rólegum hætti er það þessi indæli rithöfundur, sem á sérstakan sess í hjörtum flestra…

Krummi til bjargar

Krummi Króm er bók sem rataði í hendur okkar mæðgina fyrir ekki svo löngu. Bókin kom út nýlega og er skrifuð af Ingibjörgu Kr. Ferdinandsdóttur, menntunarfræðingi og kennara, og myndskreytt af Hildi Björk Þorsteinsdóttur. Ingibjörg gefur bókina sjálf út en áður hefur hún gefið út barnabækurnar Keli minn sem hvarf og Leyndarmál Kela. Krummi Króm er aðalsöguhetja bókarinnar….

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is