Rétt eins og hja yngri börnum, þá getur verið erfitt að finna lesefni fyrir krakka á miðstigi í skóla. Þetta er aldurinn sem flestir krakkar, sem yfir höfuð hafa áhuga á því að lesa, eru farnir að lesa sér til gamans. Þess vegna eru sögurnar orðnar flóknari, textinn lengri og bækurnar þykkari. Þetta er skeiðið í lífi þeirra þar sem þau virkilega uppgötva töfra lesturs og fara hægt og rólega að uppgötva alla ævintýraheimana sem bíða þeirra á næsta bókasafni.

Lestrarklefinn fékk bókasafnsfræðing í grunnskóla til að leggja til nokkrar bækur sem hafa verið vinsælar hjá börnum á miðstigi. Listinn er langt frá því að vera tæmandi, en gæti gefið mömmum, pöbbum, ömmum, öfum, frænkum og frændum einhverja hugmynd um hvað er gott að velja fyrir ungan lestrarhesta.

Bækurnar um Kidda klaufa eftir Jeff Kinney hafa verið gríðarlega vinsælar hjá börnum á miðstigi lengi. Þær eru ríkulega myndskreyttar með spýtukallateikningum og svo skemmtilegar. Frásögnin er í dagbókarformi þar sem lesandi er í raun að lesa Dagbók Kidda klaufa. Bækurnar hafa verið kvikmyndaðar.

Sambærilegar bækur við Kidda klaufa  eru Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell. Ríkulega myndskreyttar og sagt frá lífí Lindu í dagbókarformi.

Fótboltabækur Gunnars Helgasonar hafa slegið í gegn svo um munar. Vítí í Vestmanneyjum er orðin að bæði bíómynd og sjónvarpsþáttum. Bækurnar um Jón Jónsson og félaga hans í knattspyrnunni, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg, halda áfram að heilla unga lesendur.

Sagan um Seiðfólkið eftir Jo Salmson og Nataliu Batista er fjögurra bóka sería sem hlaut Norrændu barnabókaverðlaunin. Bækurnar henta einnig lesendum niður í sjö ára aldur.

Bækurnar um Dodda, Doddi: Bók sannleikans! og Doddi: Ekkert rugl eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur ná líka á vinsældarlista barnanna. Þær segja frá Dodda, sem hefur brennandi áhuga á skordýrum og lífi hans.

David Walliams hefur gefið út fjölda bóka og svo virðist sem hann haldi endalaust áfram. Bækurnar hafa verið kvikmyndaðar –  Strákurinn í kjólnum varð að bíómynd til dæmis. Hann hefur líka skrifað Amma glæpon, Rottuborgarinn og Grimmi tannlæknirinn svo fátt eitt sé nefnt.

Gunnar Helgason er einn af okkar ástsælustu höfundum. Serían hans um Stellu – Amma bestPabbi prófessor og Mamma klikk og fleiri bækur –  ná auðveldlega á vinsældarlistann hjá ungu fólki á miðstigi í skóla.

Ævar Þór Benediktsson hefur sent frá sér fjölda bóka fyrir börn og hefur líka unnið ótrúlegt starf í þágu lestrarkunnáttu íslenskra barna. Bækurnar um bernskubrek Ævars visindamanns; t.d. Risaeðlur í ReykjavíkVélmennaárásinGestir utan úr geimnum og Ofurhetjuvíddin eru stórskemmtilegar.  Þín eigin serían gæti líka auðveldlega slegið í gegn.

Kepler 62 eftir Bjørn Sortland og Pasi Pitkänen er vísindaskáldsaga í sex hlutum fyrir börn. Sagan er framhaldssaga, ríkulega myndskreytt og mjög grípandi og spennandi.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...