Bangsi litli í skóginum

Ég rak augun í barnabók í stóru broti í bókabúðinni um daginn. Á kápunni er mynd af draugalegu rauðu húsi í bakgrunni og litlum sætum birni í forgrunni. Björninn er klæddur í doppóttan dúk og heldur á lampa örlítiði áhyggjufullur á svip. Þessi bók kallaði á mig og þar sem ég stóð í bókabúðinni fletti ég bókinni allri, las hana frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu. Ég er að sjálfsögðu að tala um Bangsi litli í skóginum  eftir franska rithöfundinn og teiknarann Benjamin Chaud í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur.

Myndirnar eru yndislega hlýlegar. Á hverri síðu eru svo mörg smáatriði að það var unun að leita að einhverju nýju og skemmtilegu. Í bókinni Bangsi litli í skóginum leiðist bangsa litla svo ógurlega að hann ákveður að hætta að vera bangsi og gerast krakki; það sé örugglega skemmtilegra líf. Hann röltir um skóginn og neitar gylliboðum annarra dýra því hann ætlar að verða krakki. Þegar hann kemur að stóru rauðu húsi fer hann inn í það, röltir um en heyrir svo háan skarkala og fer að kanna. Húsið sem áður var hlýlegt og spennandi er skyndilega yfirfullt af ímynduðum skrímslum og hættum.

Bangsi litli í skóginum er falleg barnabók í stóru broti, sem ég get vel ímyndað mér að börn geti setið með í fanginu eða legið yfir á gólfinu og flett í gegnum tímunum saman (eða, þið vitið, alla vega í fimm mínútur því tíminn hjá börnum er allt öðruvísi en hjá fullorðnum).

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...