Lesum meira: Einfaldar lausnir til að auka lestur!

Foreldrar! Þessi færsla er sérstaklega tileinkuð ykkur! Þá sér í lagi ef þið hafið áhyggjur af orðaforða ungmennanna og of mikilli snjallsíma- og tölvunotkun. Hver hefur ekki lent í því að koma að ungmenninu á heimilinu niðursokkið í enn einn leikinn; blár skjábjarminn lýsir upp andlitið og melatónínframleiðslan lækkar beinlínis með hverri sekúndunni, fingurinn á músinni eða takkaborðinu og allt snýst um að ná að vinna þetta borð. Bara þetta eina borð!

Sjálf hef ég ekki reynslu af þessum veruleika enda dóttir mín ekki orðin eins árs og veit þar af leiðandi ekki almennilega hvað snjalltæki eru. Ég veit samt að læsi yngri kynslóða hlýtir að teljast mikilvægt málefni og eitthvað sem við öll þurfum að hafa í huga, sér í lagi ef við erum að ala upp einstaklinga sem við viljum að séu slarkfær í lesskilningi og jafnvel meira en það.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um læsi íslenskra barna og niðurstaðan hefur verið sú að það verði að efla lestur og lesskilning á landsvísu. Lagt hefur verið upp í hvert átakið á fætur öðru og foreldrar sérstaklega hvattir til að lesa með börnunum sínum til að efla áhugann á lestri og bókmenntum almennt. Eitt þessara átaka er í höndum Menntamálastofnunar og ber heitið Lesum meira! Þar er að finna mjög góðar ábendingar sem beint er til foreldra að því hvernig megi auka áhuga barna á bókmenntum og lestri og lausnin er bara þó nokkuð einföld!

  • Hafið gott aðgengi að bókum
  • Leyfið börnunum að velja bók eftir áhugasviði þeirra
  • Passið að allir séu vel stemmdir – enginn sé svangur né þyrstur
  • Skapið notalegt andrúmsloft (Mælum með kósístund upp í rúmi eða í sófanum með te og heitt súkkulaði – klikkar seint! 12)

Inn á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmis áhugaverð myndbönd og leiðir til að auka lestur barna sinna! Við í Lestrarklefunum höfum einmitt lagt mikið upp úr umfjöllun barnabókmennta til að auðga þekkingu og áhuga á þeim á meðal fullorðinna og fá þannig foreldra til að velja bækur sem þeim finnst líka skemmtilegar! Því góðar barna- og unglingabækur eru líka skrifaðar fyrir fullorðna.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...