Kraftmikið bókmenntaár

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmlega 300 styrkjum í öllum flokkum á síðasta ári. Umsóknum um styrki fjölgaði en svigrúm til styrkveitinga var líka meira þar sem meira fjármagn var til skiptanna. Fleiri fengu úthlutuðum styrkjum en á síðustu árum á undan. Upphæðir styrkja sem voru veittir eru allt frá 75.000 krónur upp í 2.000.000. Hæstan útgáfustyrk fékk Íslensk flóra, eftir Hörð Kristinsson, Þóru Ellen Þóhallsdóttur og Jón Hlíðberg.

Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að síðasta ár hafi verið kraftmikið bókmenntaár með tilheyrandi fjölgun styrkja. Vel er hægt að segja að mikill uppgangur sé í íslenskri bókaútgáfu og þýðingum, bæði frá erlendum tungumálum yfir á íslensku en einnig á þýðingum á íslenskum bókmenntum yfir á erlend tungumál. Hér er hægt að sjá heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...