Umsóknarfrestur í Svartfuglinn rennur út á morgun

Síðustu forvöð eru að senda inn handrit í keppnina um Svartfuglinn í dag. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Upphaflegur skilafrestur var til 1. janúar en fresturinn var framlengdur til 10. janúar 2019. Handitum skal skilað í þríriti til Veraldar að Víðimel 38, 107 Reykjavík. Þau eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Höfundurinn má ekki hafa gefið út glæpasögu áður. Komist dómnefndin að þeirri niðurstöðu að ekkert handrit uppfylli kröfur hennar getur hún ákveðið að veita ekki verðlaunin það ár.

Verðlaunin eru stofnuð af Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni í samvinnu við bókaútgáfuna Veröld. Samkeppnin er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér glæpasögu áður. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefanda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst sigurvegaranum samningur við umboðsmanninn David H. Headley, en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Sigurvegari Svartfuglsins á síðasta ári, Eva Björg Ægisdóttir, sendi frá sér bókina Marrið í stiganum sem þaut strax upp á metsölulista bókabúðanna.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...