Bækur í barnaboxin

Á Nýja Sjálandi hefur skyndibitakeðjan McDonalds bætt bókum í barnaboxin í stað litlu plastleikfanganna. Framtakinu er ætlað að vera lestrarhvetjandi fyrir börn og jafnvel höfða til foreldranna sem í mörgum tilvikum ólust upp við sögur Dahl.

Sögurnar sem rata í boxin eru einmitt styttri útgáfur af frægum sögum Roald Dahl. Þar má finna bækurnar Wonderful Mr Willy Wonka, Matilda, Fantabuluos BFG, Lucky Charlie Bucket, Brave Little Sophie og Marvellous Miss Honey. Bækurnar eru myndskreyttar með upprunalegum myndum Quentin Blake. Með bókunum fylgja líka límmiðar og þrautir.

800.000 eintök af bókunum hafa verið prentaðar fyrir átakið sem hófst í lok janúar og stendur út fyrstu viku mars.

Lestu þetta næst

Ráðgátugleraugun

Ráðgátugleraugun

Í Ljósaseríunni koma út bækur sem henta börnum á yngsta og miðstigi í grunnskóla. Bækurnar eru...

Ógöngurnar í göngunum

Ógöngurnar í göngunum

Í byrjun febrúar frumsýndi leikhópurinn Verkfræðingarnir leikverkið Vaðlaheiðargöng á Nýja sviði...