Forstjóri Menntamálastofnunnar segir lestrarhraða ekki eftirsóknarverðastan

Hér má sjá Arnór Guðmundsson ásamt Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Myndin er fengin af vef Háskóla Íslands og var tekin í kjölfar samstarfs stofnunarinnar við Menntavísindasvið.

Gott lestrarlag sem og hrynjandi gefa mikilvægar vísbendingar um lesskilning nemenda og þar spilar lestrarhraði einnig hlutverk. Nemandi eigi að geta skynjað og myndað hljóð í lestri án mikillar fyrirhafnar en það hafi svo í för með sér svigrúm til að skilja það sem lesið er.  Þetta kemur fram í grein Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunnar, sem birtist í dag í Morgunblaðinu.  

Þar fjallar hann um lestrarfærni grunnskólabarna í kjölfar háværrar umræðu um að lögð sé of mikil áhersla á lestrarhraða í svokölluðu lesfimiviðmiði sem stofnunin gefur út. Um það viðmið var fjallað um á Lestrarklefanum hér fyrir stuttu. Þó nokkrir hafa gagnrýnt að leshraði sé notaður sem mælieining á hæfni til lesturs. Umræðan hefur einnig falið í sér áhyggjur foreldra af því að með því að leggja áherslu á lestrarhraða sé verið að letja börn, sem eru undir mörkunum, til lesturs og valda þeim óþarfa kvíða.

Vitnar Arnór sérstaklega í grein Hermundar Sigmundssonar, sem birtist einnig í Morgunblaðinu, þar sem Hermundur gagnrýnir viðmiðin. Hermundur hefur látið þau orð falla að betur fari á því að vinna á jákvæðan hátt að því að efla nemendur til að mynda með því að gera áskoranir í samræmi við færni nemenda; það komi í veg fyrir kvíða. Þá sé þetta einnig tímafrek aðgerð og kostnaðarsöm og bendir Hermundur á að betra væri að nýta fjármagnið í að byggja upp bókasöfn og útgáfu á áhugaverðum bókum.

Ekki einblínt á lestrarhraða

Arnór nefnir í grein sinni að ekki aðeins sé einblínt á lestrarhraða þegar lestrarfærni er skoðuð og að hraðinn sé ekki það sem sóst sé eftir, þó að hann geti vissulega auðveldað nemendum fyrir.

„Les​fim​i​próf​in eru byggð á traust​um vís​inda​- leg​um grunni. Hundruð rann​sókna menntavís​inda​fólks um all​an heim sýna að lestr​ar​hraði, ná​kvæmni og gott lestr​ar​lag mynda mik​il​væg​ar und​ir​stöður und​ir læsi barna til framtíðar. Ein og sér gefa les​fim​i​- próf​in ekki full​nægj​andi mynd af lestr​ar​- færni nem​enda og það er brýnt að nota einnig önn​ur og fjöl​breytt​ari mats​tæki.Þetta er mik​il​vægt að hafa í huga og þetta skilja kenn​ar​ar,“ segir í grein Arnórs.

Þá er áhugavert að samkvæmt Arnóri er kennurum ekki skylt að leggja prófin fyrir og að þeir velji að gera það enda séu prófin, að mati Arnórs, góður mælikvarði á lestur nemenda.

 

 

 

 

Lestu þetta næst

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...