Barnabækur í áskrift frá Angústúru

Fyrsta bókin í seríunni. Kápan er svo miklu fallegri en danska útgáfan!

Bókaútgáfan Angústúra ætlar að bjóða börnum á aldrinum 9-13 ára að ganga í áskrift að barnabókum. Bækurnar sem nú þegar hafa komið út í áskrift er bókaflokkarnir VillinornÓtrúleg ævintýri Brjálínu Hansen og nýr íslenskur bókaflokkur. Von er á umsögn um Brjálínu Hansen í Lestrarklefanum fljótlega. Þess má geta að önnur bók úr bókaflokknum um Villinorn hefur setið ofarlega á metsölulista Pennans Eymundsson í nokkrar vikur og er í fyrsta sæti eins og er.

Á heimasíðu Angústúru segir að boðið verði upp á bæði íslenskar bækur og þýddar í áskrift. Verð á stakri bók er 2.800 krónur með sendingargjaldi innanlands. Lestrarklefinn fagnar þessu framtaki Angústúru, enda áður gagnrýnt skort á bókum í áskrift fyrir börn. Lestrarklefinn hvetur að sjálfsögðu alla foreldra og forráðamenn til að nýta sér þetta frábæra tilboð, enda um spennandi og skemmtilegar barnabækur að ræða.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...