Í hlaðvarpsþætti marsmánaðar er rætt við þrjár konur; Hörpu Rún Kristjánsdóttur bókmenntafræðing, Elísabetu Jökulsdóttur skáld og listakonu og Árnýju Ingvarsdóttur útgefanda og sálfræðing.

Geðveikin er okkur hugleikin í geðveikum mars. Harpa Rún kynnir okkur fyrir alls kyns hugmyndum um geðveiki í bókmenntum, Elísabet Jökulsdóttir ræðir um sköpunarferlið, skáldskapinn og geðveiki í íslensku samfélagi. Að lokum segir Árný frá sjálfshjálparbókum fyrir börn, þar sem börnunum er kennt að takast á við sálræna kvilla eins og kvíða.

Eitt er að minnsta kosti alveg víst eftir mánuðinn, geðveikin er alls staðar bókmenntunum. Hún getur verið skemmtileg, harmræn, sorgleg, erfið, léttgeggjuð, með tilgang og tilgangslaus. En hún er alls staðar!

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...