Ljósaseríuklúbburinn frá Bókabeitunni – barnabækur í áskrift

Bókaforlagið Bókabeitan hefur komið á fót áskriftarklúbbi fyrir börn. Bækurnar sem Bókabeitan verður með í áskrift eru Ljósaseríu-bækurnar og býðst áskrifendum að fá sendar heim fjórar glænýjar bækur á ári.

Í Ljósaseríunni eru bækur sem henta börnum sem eru að byrja að lesa, en komin með nokkuð góð tök á lestrinum. Letur í bókunum er stórt og greinaskil eru áberandi. Bækur úr Ljósaseríunni hafa notið nokkurra vinsælda. Þar má meðal annars nefna bækurnar um afa sterka, ömmu óþekku og Pétur og Höllu við hliðina. Bækur í Ljósaseríunni eru skrifaðar eftir íslenska höfunda og vel myndskreyttar. Efnistök bókanna eru til þess fallin að vekja áhuga hjá krökkum. Áður hefur Lestrarklefinn fjallað um Tinnu Trítlimús sem féll vel í kramið hjá álitsgjafa Lestrarklefans, þá sex ára gömlum.

Við í Lestrarklefanum efumst ekki um að það sé lestrarhvetjandi að fá pakka með póstinum. Bækur í áskirft er góð gjöf til lestrarhestsins á heimilinu, eða til þess sem þú óskar að verði lestrarhestur. Fyrsta bókin í áskirft verður Hundurinn með hattinn  eftir Guðna Líndal Benediktsson.

Nánari upplýsingar um Ljósaseríuklúbbinn eru hér. Og ef þú vilt skrá barn í Ljósaseríuklúbbinn þá skaltu velja þennan hlekk.

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...