Hildur hlaut hnossið fyrir Ljónið

25. apríl 2019

Hildur Knútsdóttir hlaut í gær Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bókina Ljónið. Borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða en þetta er í 47. sinn sem þau eru veitt. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaun fyrir bestu þýðingu fyrir bókina Villimærina fögru og Rán Flygenring fékk verðlaun fyrir myndskreytingar í bókinni Sögunni um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins, sem hún gerði með Hjörleifi Hjartarsyni.

Að lokum fékk Bergrún Íris Sævarsdóttir verðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingasögu fyrir bókina Kennarinn sem hvarf. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun Guðrúnar Helgadóttur eru afhent.

Hér er hægt að sjá hvaða bækur voru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig.

Lestu þetta næst

Sannleikanum er hvíslað

Sannleikanum er hvíslað

Ljóðabókin Mara kemur í heimsókn er önnur útgefin ljóðabók höfundar, en sú fyrri, Máltaka á...

Hús táknar sálina

Hús táknar sálina

Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Félagsland...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...