Hildur hlaut hnossið fyrir Ljónið

Hildur Knútsdóttir hlaut í gær Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir bókina Ljónið. Borgarstjóri veitti verðlaunin í Höfða en þetta er í 47. sinn sem þau eru veitt. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaun fyrir bestu þýðingu fyrir bókina Villimærina fögru og Rán Flygenring fékk verðlaun fyrir myndskreytingar í bókinni Sögunni um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins, sem hún gerði með Hjörleifi Hjartarsyni.

Að lokum fékk Bergrún Íris Sævarsdóttir verðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit að barna- og unglingasögu fyrir bókina Kennarinn sem hvarf. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun Guðrúnar Helgadóttur eru afhent.

Hér er hægt að sjá hvaða bækur voru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig.

Lestu þetta næst

In memoriam

In memoriam

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (úr...