Ný rödd frá Forlaginu – Birnir Jón Sigurðsson

Birnir Jón Sigurðsson ásamt Silju Aðalsteinsdóttur, rithöfundi og ritstjóra.

Nýjar raddir er rafbókarsamkeppni Forlagsins. Keppnin snýst um að finna nýja rödd í íslensku bókmenntalífi en keppnin var nú haldin í annað sinn. Sigurvegari í keppninni var tilkynntur við hátíðlega athöfn í Gröndalshúsi 30. apríl.

Sigurvegari að þessu sinni var Birnir Jón Sigurðsson með smásagnasafnið Strá. Í umsögn dómnefndar segir að að sögur Birnis séu “kraftmiklar og áleitnar sögur úr samtímanu, þær eru myndrænar, skapa sterkt adrúmsloft og koma erindi sínu vel til skila”.

Skilyrði fyrir þátttöku er að höfundur handrits hafi ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi. Alls bárust níu handrit til dómnefndar sem hafði úr vöndu að ráða. Dómnefnd skipuðu Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Haukur Ingvarsson, skáld og doktorsnemi í bókmenntum, og Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu.

Strá kemur út sem rafbók og hljóðbók. Hana má finna á vefverslun Forlagsins, Amazon og öðrum stöðum þar sem rafbækur eru seldar.

Á síðasta ári voru þrír sigurvegarar í keppninni um Nýjar raddir, Tanja Rasmussen með bókina Undir yfirborðinuTinder match eftir Hörð Andra Steingrímsson og Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...