Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019

Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að baki verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin.

Í ár eru tilnefnd þessi verk:

  • Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) eftir Keigo Higashino í þýðingu Ástu S. Guðbjartsdóttur
  • Óboðinn gestur (A Stranger in the House) eftir Shari Lapena í þýðingu Ingunnar Snædal
  • Sænsk gúmmístígvél (Svenska gummistövlar) eftir Henning Mankell í þýðingu Hilmars Hilmarssonar
  • Tvöfaldar tjónabætur (Double Indemnity) eftir James M. Cain í þýðingu Þórdísar Bachmann
  • Þrír dagar og eitt líf (Trois jours et une vie) eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafnssonar

Tilkynnt verður um vinningshafa í nóvember á Iceland Noir glæpasagnahátíðinni.

Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir og Ragnar Jónasson.

Lestu þetta næst

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...