Mín klassík í ágúst

Jæja og jæja! Haldið ekki bara að Katrín Lilja, Lestarstjóri Lestrarklefans, hafi gefið mér leyfi til að skrifa ristjórnarpistil mánaðarins! Alla malla og Jeremías og jólaskórnir! Erna Agnes er mætt í ritstjórnarsætið í smá stund.

Þessi blessaði ágústmánuður, sem þaut inn í líf mitt á ógnarhraða, verður tileinkaður klassíkinni í allri sinni dýrð. Nú gætu eflaust margir haldið að ég ætti einungis við Marie de France, Austen, Plath, Dickens, Laxness, Svövu Jak, Jón Kalmann og fleiri en svo er aldeilis ekki! Sei, sei nei! Tilgangurinn með því að hafa þema mánaðarins klassík er einmitt til að skoða aðeins nánar hvers kyns bækur eru álitnar vera klassík, hvers vegna og hvort sé svo í raun. Eru ekki bara allar bækur sem maður tekur ástfóstri við klassík? Eða eru þær bara nokkrar og óaðgengilegar; einungis ætlaðar menntaelítunni ? Ég vil meina að svo sé ekki og klassískar bækur séu einfaldlega samansafn af sögum sem virka hvenær sem er og fyrir hvern sem er; sögur sem maður elskar að lesa aftur og aftur og enn aftur.

Klassíkin hefur nefnilega stundum haft eitthvert snobborð á sér en svo þarf ekki endilega að vera. Klassíkin á nefnilega að vera allra og það er okkar markmið hér í Lestrarklefanum að færa allar bókmenntir til almennings. Klassíkin er því ekki þessi óaðgengilega grýla sem hún er oft uppmáluð sem. Hún er einfaldlega samansafn af velvöldum setningum sem mynda oft áhugaverðar sögu sem veita innlit inn í skemmtilega, sorglega og stundum gleymda tíma.

Þannig að! Kæra fólk! Nú er um að gera að kíkja í bókahilluna og velja eina góða klassík og smella af einni mynd og setja á Instagram undir myllumerkinu #mínklassík og tagga okkur í Lestrarklefanum líka! Þetta er þinn tími og þín klassík! Njóttu vel og við hlökkum til að sjá hvaða klassík þú velur að lesa!

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...