Korka er afskaplega tápmikil og fjörug stúlka sem á erfitt með að hemja fjörið í maganum þegar það kemst á flug. Nú er komin út önnur bók um Korku og öll hin ótrúlegu uppátæki hennar. Áður hefur komið út ein bók um stelpuna Korku, þar sem birtust nokkrar sögur af skjátunni þar sem hún leyfir hvatvísinni að leiða sig áfram í óhugsandi aðstæður.

Í Fleiri Korkusögum leyfir Korka hvatvísinni aftur að ráða. Korka finnur út að hana langar til að verða lögreglukona (eða slökkviliðskona það er mjög óljós lína þarna á milli), hún kynnist stingumaurum, festist í nælonsokkaslöngum, kemst að því að sannleikurinn er sagna bestur og að gömlu vettlingarnir eru alltaf betri en þeir nýju.

Sögurnar í bókinni eru nokkrar og allar lýsa orkumikilli stelpu sem á mjög erfitt með að hemja hvatvísina og hugsar sjaldnast hlutina alveg til enda. Sem foreldri svitna ég við tilhugsunina um öll uppátækin. Í fyrri bókinni um Korku voru sögurnar all-langar, sem þýddi að langt var á milli kaflaskipta. Í Fleiri Korkusögur eru kaflaskipti inn á milli sagnanna af Korku, sem gerir lesturinn auðveldari fyrir barnið sem átti að “lesa einn kafla” í heimalestrinum.

Persónan Korka er lauslega byggð á dóttur Sigríðar Magnúsdóttur, teiknara bókarinnar. Ásrún Magnúsdóttir skrifar bókina og er systir Sigríðar. Bækurnar um Korku eru því nokkurs konar fjölskyldusamvinna, sem gerir sögurnar ögn hlýlegri fyrir vikið.

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...