Þrjátíu nýjar ljóðrýnir í nýjasta hefti Són

Í nýjasta hefi Són – Tímarit um óðfræði er að finna dóma um þrjátíu ljóðabækur sem komu út á árinu. Það er alltaf þörf á ljóðabókagagnrýni og því bendir Lestrarklefinn lesendum sínum á þessa nýjung sem ritstjórar Són reyna nú í annað sinn.

Annað efni tímaritsins er meðal annars áhugaverð grein um fyrsta prósann, ortan af bónda um miðja nítjándu öld. Sónarskáldið að þessu sinni er Eiríkur Örn Norðdahl sem semur sónarljóðið “Síreglulegri ringulreið”.

Tímaritið Són hefur komið út árlega frá árinu 2003. Þar eru birtar ritrýndar rannsóknargreinar og yfirlitsgreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. Auk þess birtir tímaritið ritstýrðar umræðugreinar og smágreinar á sama sviði, umfjöllun og ritdóma um ljóðabækur og fræðirit. Són er gefið út af Óðfræðifélaginu  Boðn.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...