Sparibollinn leitar eftir tilnefningum

Í ár verður í fyrsta sinn veittur Sparibollinn – verðlaun fyrir fegurstu íslensku ástarjátninguna í bók. Á Facebook-síðu verðlaunanna segir eftirfarandi um tilurð verðlaunanna: “Ástarsögur hafa gegnum tíðina notið mismikillar virðingar, jafnvel verið flokkaðar sem kvennabókmenntir og froða. Í nútímanum, sem gjarnan litast af ógnum og óhugnaði, fer oft á tíðum óþarflega lítið fyrir ástinni.”

Leitað er eftir tilnefningum til Sparibollans. Hægt er að senda tilnefningar til dæmis í gegnum Facebook-síðu Sparibollans. Lýsingin má standa stök eða vera hluti af stærra verki. Hún má ná til andlegrar ástar og líkamlegrar. Ástar milli karla, kvenna, barna, dýra, ættingja, vina, skipa, flugvéla, fólksflutningabifreiða og svo framvegis. Eina skilyrðið er að hafa komið út á prenti eða í öðru bókarformi á árinu 2019. Hægt er að senda tilnefninguna beint til dómnefndar, en hana skipa Eyrún Lóa Eiríksdóttir, Harpa Rún Kristjánsdóttir og Sverrir Norland. Einnig er hægt að senda tilnefninguna í gegnum einkaskilaboð á síðu Sparibollans. Dómnefndin velur sigurvegara úr innsendum tillögum. 

Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á árlegu málþingi Bókabæjanna austanfjalls 27. febrúar, sem að þessu sinni er helgað ástarsögum. Verðlaunagripurinn er svo ekki af verri endanum. “Höfundur fegurstu ástarjátningarinnar hlýtur sparibollann, rósumprýddan kaffibolla á fæti. Kaffibollinn er vísun í hina ótæpilegu og lífsfyllandi kaffidrykkju í bókum Guðrúnar frá Lundi. En einnig til þess að allt sem þú þarft er ást, og bolli af góðu kaffi,” segir á síðu verðlaunanna.

Lestu þetta næst

Íslenska kakóköltið

Íslenska kakóköltið

Guðrún Brjánsdóttir kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2020 þegar hún vann handritasamkeppni...

Of flöt frásögn

Of flöt frásögn

Violeta er nýjasta skáldsaga Isabel Allende sem kom út á síðasta ári og stuttu síðar í íslenskri...

Blæðir þér?

Blæðir þér?

Í kvöld heiti ég Sara. Pabbi minn, sem kom með mér í leikhús, heitir líka Sara. Sama gildir um...

Er hægt að vera svona?

Er hægt að vera svona?

Nú í mars mánuði kom út hjá bókaútgáfunni Björt bókin Verity eftir Colleen Hoover í íslenskri...