Í dag fögnum við ljóðinu!

Þennan fallega laugardag er alþjóðlegur dagur ljóðsins og því ber að fagna!

Í tilefni dagsins hafa margir deilt ljóðum, þar á meðal Arndís Þórarinsdóttir sem gefur út sína fyrstu ljóðabók í næstu viku, en flestir bókaunnendur þekkja bækur hennar um Gutta og Ólínu og nærbuxnaævintýri þeirra. Ljóðið heitir „Tindarnir á bakinu á mér rísa“ og fjallar um undarlega uppgötvun ljóðmælanda.

 

https://www.facebook.com/arndisthorarinsdottir/photos/a.2237983306478180/2654829344793572/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDv5emPvckXBGfZEViDQKjVDuDrdO6i71Q2oyWYM2tyGor_KLNlh-M_dhx7uJdEBk0EuB1ZXEmr-a0Z-81nOlTRsa322_mfhZimDH0WcTXWmhFVkSJ3-hQggnKc-81x306mC7ngds6fI9K_zOFdsXl7RboNfXLoTi3F0WVNgkHzlSnkkaEt1DcvbS-WaJHis3ZvfITuOfRmj6EBOF2-76JI2bEidDp3VwWnVPRrXSsYD2ADPQ_gCIGWCErSGcBJ7BVugXmqiatUcNg3FVPVBx8QH9uZHM5Nb8NDvKUWvHtRRVvsoT8KVetPUBuywCTmfbSf_I7GmieJ_KBVO8C-CM_kNJK5&__tn__=-R

 

Í dag mun Bókmenntaborgin Reykjavík deila ljóðstiklum þar sem Svikaskáld lesa upp ljóð að eigin vali. Stiklurnar munu koma inn á Facebook síðu Bókmenntaborgarinnar í dag en hér fyrir neðan má sjá stutta auglýsingu um gjörninginn.

 

https://www.facebook.com/BokmenntaborginReykjavik/videos/vb.201991723196411/204296750906099/?type=2&theater

 

Margmálaljóðakvöld mun eiga sér stað rafrænt þar sem fólk deilir myndböndum af sér lesa upp ljóð á hvaða tungumáli sem er. Hér má horfa á eitt slíkt myndband frá Bókabæjunum austanfjalls. Katrín Lilja tók einnig viðtal við Hörpu Rún um kvöldið, það má lesa hér. Þar segir hún meðal annars: „Fyllum Facebook af ljóðum!“. Smellið endilega á linkinn til að taka þátt.

 

Nú á dögunum opnaði Lestrarklefinn fyrir innsendingar höfunda í Rithornið. Fyrsta birtingin var einmitt glænýtt ljóð eftir hana Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur. Það ber það skemmtilega heiti Skrítilegt. Ef þú ert með efni í skúffunni eða texta sem þú vilt viðra máttu endilega senda okkur póst á lestarklefinn@lestarklefinn.is.

Að lokum viljum við minna ykkur á allar færslurnar um allar dásamlegu ljóðabækurnar sem hafa birst á síðunni, þær má finna hér. Eigið yndislegan ljóðadag.

 

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...