Á sumrin er mikið að gerast og þá vill það gerast að lesturinn víkja fyrir einhverju öðru. Framkvæmdir úti fyrir, garðsláttur, ferðalög. Það þarf að koma öllu sem ekki er hægt að gera yfir vetrarmánuðina fyrir á þessum nokkru vikum sumars. Þessar vikur skal nýta til hins ítrasta. Við nýtum sumarið og njótum meira að segja stundum svo innilega að við þurfum allan veturinn til að jafna okkur eftir hamaganginn.

Þess vegna ættum við ekki að gleyma lestrinum. Því lesturinn er róandi og gefur þér innilega stund með sjálfum/sjálfri þér. Stundum er það allt sem maður þarf eftir annasaman dag, að setjast niður með góða bók og gleyma sér í smástund. Ég myndi þó ekki mæla með einhverju tyrfnu og flóknu í sumarlestrinum (en hver hefur sinn smekk), léttar bækur henta betur sem hvíld. Nú, eða endurlestur á bók sem þú hafðir gaman af fyrir einhverju síðan. Hugurinn verður alla vega hvíldinni feginn, ég lofa því.

Sumarið hefur tekið yfir hug og hjörtu okkar í Lestrarklefanum. Við stefnum á frí og frelsi í nokkrar vikur en erum þó aldrei langt undan.

Lesið með okkur í sumar á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum:

#Sumarlestur #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...