Bókamerkið: Léttlestrarbækur og sumarútgáfa barnabóka

Í fyrsta hlaðvarpsþætti Lestrarklefans þetta haustið ræða Rebekka Sif og Katrín Lilja um sumarútgáfu barnabóka í stúdíói með Arndísi Þórarinsdóttur, rithöfundi. Í sumarútgáfunni voru léttlestrarbækur í miklum meirihluta. Hvers vegna er mikilvægt að nægt úrval nýrra barnabóka sé í boði á sumrin? Hvaða bækur hittu í mark? Bókasafnið eða bókabúðin?

Tveir af barnabókahöfundum sumarsins eru í viðtali. Það eru er Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar Dularfulla símahvarfið og Guðni Líndal Benediktsson, höfundur bókarinna Hundurinn með hattinn 2. Rebekka ræðir við Brynhildi í gegnum hið vinsæla fjarfundarforrit Zoom, enda voru þær staddar í sitthvorum landshlutanum. Guðni var hins vegar nýlega kominn til landsins frá Skotlandi, þegar viðtalið var tekið. Hann hitti Katrínu Lilju á kaffihúsi að lokinni fimm daga sóttkví í sumarbústað í Flókadalnumog tveimur Covid-skimunum. Við veltum fyrir okkur hvernig kófið hafði áhrif á skrifin? Eru nýjar hugmyndir í kollinum hjá höfundunum? Hver er munurinn á milli þess að vera með bók í jólabókaflóðinu eða að gefa út að sumri til?

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan en einnig er hægt að nálgast alla þætti Lestrarklefans á Spotify undir leitarorðinu Bókamerkið.

Í næsta þætti sem fer í loftið um miðjan október verður litið á ljóðin.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

 

 

 

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...