Bókamerkið – Furðusögur og ungmennabækur

Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til ungmenna? Hvað ræður því hvort furðusaga flokkist sem ungmennabók eða bók fyrir fullorðna? Hvað er eiginlega furðusaga!?

Kristín Björg Sigurvinsdóttir, höfundur Dóttur hafsins, er gestur í þættinum og Katrín Lilja hitti Alexander Dan, höfund Skammdegisskugga og Vætta, á Bríetarreitnum til að ræða stöðu furðusagna á Íslandi.

Einnig ræða Katrín Lilja og Rebekka Sif um nýútkomnar ungmennabækur og þær bækur sem flokkast sem furðusögur í flokki skáldsagna fyrir fullorðna.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...