Bókamerkið – Íslenskar skáldsögur

Katrín Lilja, Rebekka Sif og Sæunn Gísladóttir sitja saman í nýlegu bókaherbergi þeirrar síðastnefndu, dreypa á heitu súkkulaði og maula smákökur á meðan þær ræða um íslenskar skáldsögur í jólabókaflóðinu 2020. Til umræðu koma Ein eftir Ásdísi Höllu, Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur, bækur Jóns Kalmans og Auðar Övu, Dauði skógar eftir Jónas Reyni og fleiri bækur.

Við viltum einnig fyrir okkur hvort tímabært sé að fjalla um kórónaveirufaraldurinn í skáldsögum eða þarf að melta faraldurinn lengur? Hvaða bækur vekja áhuga hjá okkur? Eru stafrænar bókakynningar betri eða verri fyrir sölutölur á bókum? Við reynum að svara þessum spurningum í þættinum, en eitt er alveg víst – bókaútgáfan er frjó í ár.

Hægt er að nálgast alla þætti Lestrarklefans í streymisveitunni Spotify undir leitarorðinu Bókamerkið.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Að rækta garðinn sinn

Að rækta garðinn sinn

Nýverið kom út íslensk þýðing Kristínar Jónsdóttur á skáldsögunni Vatn á blómin eftir franska...

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...