Nýtt ár – nýir höfundar!

Vertu velkomið árið 2021, árið sem vonandi hefur í för með sér bjartari tíma eftir ansi langt og strembið ár! Eftir að hafa varpað ljósi á nýjar bækur í nóvember og desember höfum við ákveðið að beina kastljósinu að nýjum höfundum að þessu sinni. Í jólabókaflóðinu komu fram mörg frumverk, meðal annars smásagnasöfnin Þrír skilnaðir og jarðarför eftir Kristján Hrafn Guðmundsson og Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur, ljóðabækurnar Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur og Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, svo eitthvað sé nefnt.

Við hlökkum til að fjalla um og kynna lesendur okkar fyrir nýjum skáldverkum eftir nýja höfunda í janúarmánuði. Fylgist með okkur, lesið með okkur og notið svo endilega myllumerkið #nýrhöfundur til að vekja athygli á bókunum og skáldunum sem þið kynnist.

 

 

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...