Silla Berg er ung kona frá Vestmannaeyjum sem gaf á dögunum út sína fyrstu bók Dear Self í Bretlandi en um er að ræða nokkurskonar endurminningar þar sem hún fer í gegnum æskuna, unglingsárin og fyrstu skrefin inn í fullorðinsárin.

„Það sem gerir bókina frábrugðna öðrum endurminningum er að ég er að tala beint til sjálfsins. Annað hvort þá í samtali sem er sett upp eins og smáskilaboð eða í gegnum bréf sem ég skrifa til fortíðar, nútíðar og framtíðar sjálfsins. Þetta er í grunninn allar samræðurnar sem ég hafði ekki þorað að eiga við sjálfa mig. Sem var mjög erfitt á tímum,“ segir Silla. Það tók mig hana sinn tíma að skrifa bókina þar sem hún skrifaði fyrsta bréfið til unglingasjálfins árið 2015 þegar hún bjó í Vancouver. „Svo tók lífið bara við og það var margt sem ég þurfti að upplifa áður en ég gat klárað skrifin,“ segir Silla.

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að gefa bókina út í Bretlandi. Hvernig var útgáfuferlið?

„Það er þannig með að gefa út bók eins og allt annað í lífinu, við höfum mjög litla stjórn á hlutunum og útkomum. Ég sendi hugmyndina að handritinu á útgefendur hérna heima á Íslandi og svo á aðra í Bandaríkjunum og Englandi. Austin Macauley í London voru þeir einu sem höfðu alvöru áhuga og buðu mér samning,“ segir Silla.

Útgáfuferlið sjálft tók sinn tíma. „Ég skrifaði undir samning í apríl 2019 og þá fór allt í gang. Handritið var ekki alveg fullklárað þannig ég þurfti fyrst að klára það. Eftir það þá tók ritstjóri við því og fór yfir allan textann. Á meðan var ég sambandi við þau um hugmyndir af kápu og þess háttar. Ég vildi hafa þetta sem minimalískt eins og kostur var á þar sem ég hef alltaf trúað því að orðin tala fyrir sig sjálf. Minna er yfirleitt alltaf meira. Eftir samtöl fram og tilbaka við ritstjóran og allt teymið í kringum bókina þá var hún tilbúin um mitt síðasta ár. Að sjálfsögðu hafði Covid sín áhrif þannig að bókin kom út að lokum síðastliðinn 10. desember eftir langt og strangt ferli,“ segir Silla.

Mynd/Sigtryggur Jóhannsson

Þurfum að rækta tengslin við okkur sjálf

„Helstu skilaboðin sem ég vil koma á framfæri er mikilvægi sambands okkar við okkur sjálf. Við þurfum að rækta tenglsin við okkur sjálf eins og öll önnur. Annað í þessu er að það er aldrei of seint að setjast niður með sjálfum okkur og vera fullkomlega hreinskilin. Um hvar við stöndum raunverulega og hvað það er sem við eigum eftir að vinna úr. Það er aldrei of seint að snúa blaðinu við og rækta úr því sem nú þegar er. Svo er líka ótrúlega gaman að skrifa bréf til sjálfsins. Alveg sama hvort það er fortíðar, nútíðar eða framtíðar Sérstaklegta ef að þetta er bréf sem við opnum svo eftir ár eða eitthvað þess háttar,“ segir Silla. „Lokaskilaboðin mín eru að það er svo nauðsynlegt að setja jafn mikla orku, ef ekki meiri stundum, í okkur sjálf eins og við setjum í alla og allt annað. Við erum alltaf þess virði.“

Silla hefur undanfarið verið að vinna í bók númer tvö. „Þetta er nútíma ljóðabók sem er einnig á ensku. Samhliða því er ég að vinna í að skrifa íslenska sjónvarpsþáttaröð sem er á grunstigi þannig það verður spennandi að sjá hvert framhaldið af því verður. Hins vegar var ég svo heppin að fá að vera hluti af næstu útgáfu Flóru þar sem ég verð með einn texta. Útgáfan kemur út 18. janúar þannig ég mæli með að fólk fylgist með því,“ segir Silla. 

Dear Self er fáanleg á mörgum stöðum, meðal annars Amazon, Waterstones, Barnes & Noble, Chapters og fleiri bókabúðum og vefsíðum. Útgefandinn hefur hafið viðræður við Pennann þannig að Silla bindir vonir við að bókin verði fáanlega þar von bráðar. Að lokum vill Silla benda á hver sem er getur farið í hvaða bókasafn eða bókabúð sem er og beðið um að bókin sé pöntuð. „Því hjálpar alltaf ef að það er eftirspurn að fólki láti vita af áhuganum. Við höfum alltaf eitthvað um hlutina að segja. Svo er allur stuðningur er óendanlega vel þeginn. Við gerum þetta aldrei ein.“

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...