Sökkvum í jólabókaflóðið

Jólabækurnar flæða að í stríðum straumum. Ef þú hefur ekki litið við í bókabúð nýlega þá ættirðu að gera það. Það er margt nýtt í boði, margt spennandi og margt gott í flóðinu í ár.

Næstu vikurnar mun Lestrarklefinn hella sér að fullu inn í flóðið, synda um með styrkum sundtökum og fjalla um jólabækurnar – í bland við annað að sjálfsögðu.

Á síðunni verður hægt að komast í umfjallanir okkar um jólabækur í flipanum “Umfjallanir” og sérflokknum “Jólabók 2021”.

Fylgist með okkur á Instagram! @Lestrarklefinn

#jólabók2021

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...