„Við hvert orð sem ég yrki í huganum púa ég út mánaryki“ – dáleiðandi ljóðasamskynjun Jakubs Stachowiak

Ég get ekki orðið hógvær; of margt brennur á mér; gömlu lausnirnar falla í sundur; ekkert hefur enn verið gert með þeim nýju. Svo ég byrja, alls staðar í einu, eins og ég ætti öld framundan.

Elias Canneti, 1943 í Vínarborg í afmælisveislu Hermanns Broch

Næturborgir er fyrsta ljóðabók eftir Jakub Stachowiak sem er af pólskum uppruna en yrkir á íslensku. Ég hef hlustað á hann mörgum sinnum á mismunandi ljóðakvöldum og var spennt yfir því að fá bókina í hendur. Ég var ekki vonsvikin.

Ómálleysingi

Skáldið heldur því fram í upphafi að hann hafi verið mállaus áður en hann flutti til Íslands en fundið rödd sína undir leiðsögn norðurljósanna. Og hiklaust býður hann lesandanum inn í nýja heiminn sem tungumálið hefur opnað honum.

Fyrst snýst allt um ástina og áföllin. Ljóðin eru grípandi með músíkölskum sveigjanleika sínum, ríkidæmi sálfræðilegs skala, allt frá viðkvæmustu tónum til ástríðufullrar orku, hugrekkis og ferskleika hugmyndafræðilegs innihalds síns – maður finnur oft setningar sem eru orðnar óþægilega hávaðasamar, jafnvel ósamræmdar, sem eru fjarri ljóðagerð og opinbera byltingar og mistök í skynsamlegum, mælskulegum prósa.

Svo erum við komin í borgina:

þessi borg var ekki byggð til að brosa í

hún var hönnuð til að hýsa

lamandi grát bæjarbúa

dag eftir dag

ár eftir ár

kynslóð eftir kynslóð (bls.34)

Ljóðmælandinn fylgist með borginni, hann leyfir sér að opna sál sína. Hann játar að í hugleiðingum, litum, byggingum og hljóðum, töfrandi dýrum og sýnum séu minningar um dapurlega daga. Hetjan hættir ekki að tala í eina sekúndu, vill greinilega ræða þessa dagana ítarlegast. En við getum skilið að þetta minnir á eitthvað sem manni þykir mjög vænt um.

Síðustu tveir þættir eru tileinkaðir tungu og ljóðskap og einnig innri ró. Skáldið þekkir sólina, tunglið og frumefnin, er ekki útlendingur meðal þeirra og meðal hinna sjálfsprottnu grimmdarverka, finnur fyrir aðdráttarafli hæða og fegurðar, en hann smýgur nógu djúpt og ástríkt inn í hversdagslífið og helgar það ekki, eins og það sæmir skáldi.

„Franski skáldsagnahöfundurinn Proust sagði að skáldsagnahöfundur sem vill hafa skilgreindan stíl ætti að skrifa á erlendu tungumáli,“ sagði alsírsk-ítalski rithöfundurinn Tahar Lamri. „Það er vegna þess að erlent tungumál neyðir höfundana til að leita að rétta myndmálinu vegna þess að þeir hafa ekki yfirgripsmikinn orðaforða yfir að ráða.” Þversagnakennt verkefni rithöfundarins er að synda á móti kröftugum straumum málreynslu sinnar sem sífellt reyna að þvinga hann inn í víðasta farveg, í átt að orðum og strúktúr sem hann hefur oft heyrt eða lesið áður. Til að sleppa við aðdráttarafl klisju og óvirka samlíkingu, búa rithöfundar til ýmsar æfingar fyrir sig og nemendur sína. En Jakub ratar í íslenskunni betur en nokkur annar: myndmálið er algjörlega töfrandi og einstakt, og þar sem hann er ekki takmarkaður af neinni málvenju kemur hann með ný orð, skilgreiningar og líkingar, hann situr ekki í skáldstiganum og velur orð vandlega úr orðabókinni, hann málar á eigin málstriga sem er dáleiðandi með áferð, litbrigðum og formum.

Til ljóðaunnenda with love

Ljóðið er líklega eitt glæsilegasta afrek mannkyns sem skapast af hugsun, tilfinningum og ímyndunarafli manns. Næturborgir er einn besti fulltrúi ljóðsins í þessu bókaflóði. Einlægar og djúpar tilfinningar skáldsins hafa sérstaka orku sem grípur og setur ímyndunarafl okkar undir sig.

Áherslan er á opna sál skáldsins sem tekur breytingum í því ferli að skipta um stað og tíma. Í fyrstu er hún hrein, ástfangin, flekklaus, ung og náttúruleg, síðan heillast hún af borginni þar sem hún býr og syrgir, og að lokum er hún vitur af reynslu og tungumáli og náttúru, opin fyrir öllu nýju.

Næturborgir er sannkallaður gimsteinn í íslenskum og innflytjendabókmenntum á Íslandi. Í ljóðum hans Jakubs er allt heildstætt og innbyrðis fullkomið að innihaldi, hin æðsta samfelldni. Það er fágun í ljóðum Jakubs en einnig er einfaldleiki frumlegur; alls staðar er hann óyggjandi trúr sjálfum sér og reynir ekki að herma eftir neinum. Ljóðin sem eru viturleg opinbera óaðskiljanleika hugsunar og hljóðs sem er falin einhvers staðar í hinsta djúpi, kosmíska einingu þeirra; einnig sýna þau endanlega einingu tungumáls og hins framandi, hins venjulega og fágaða, náttúru og menningar. Ríkissjóður íslenskra ljóða mun engu að síður taka á sig lifandi duttlunga skaps hans, flæða frá hinu einfalda til hins leiftandi og framandi. Og oft og ljúft mun söngfugl hrafnsins á kápunni eftir hæfileikaríku Elínu Eddu Þorsteinsdóttur heyrast.

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...