Klassík sem afhjúpar kokkaheiminn í New York

Heimurinn syrgði bandaríska sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain þegar hann lést árið 2018. Ég eins og margir aðrir heyrði þó í fyrsta sinn af honum þá. Bourdain var kokkur sem slegið hafði í gegn í sjónvarpsþáttum þar sem hann ferðaðist til fjarlægra landa og kynnti áhorfendur fyrir framandi matarmenningu. Bourdain virtist lífsglaður maður og því kom það flestum að óvörum að hann skyldi taka sitt eigið líf á sjötugsaldri á hápunkti frægðarinnar.

Tímahylki um matreiðsluheiminn

Ég horfði á nokkra þætti hans á Netflix þegar þetta gerðist og skildi hratt hvers vegna hann var svona vinsæll, hann var galopinn fyrir öðrum menningarheimum en jafnframt hispurslaus og glettinn. Eins og allt of oft hendir Netflix út góðu efni og því gat ég ekki horft á marga þætti en um daginn rakst ég svo á gamla seríu.

Þessi sería er raunar fyrstu seríuna sem hann gerði fyrir amerísku stöðina Food Network sem titlaðist A Cook’s Tour og var skemmtilegt tímahylki um matreiðsluheiminn um aldamótin. Þetta sjónvarpsgláp kvakti fortvitni mína á ný gagnvart Bourdain og hvaðan hann kom. Það var nefnilega ekki sjónvarpsserían sem kom honum á kortið heldur metsölubók hans  sem kom fyrst út árið 2000. Ég pantaði mér hana á Kindle og hef skemmt mér mjög vel við lesturinn undanfarna daga.

Líkaminn er skemmtigarður

Kitchen Confidential er minningarbók og fræðibók skrifuð af miklum húmor. Hún var skrifuð af Bourdain sem þá var rúmlega fertugur og hafði unnið á veitingastöðum í New York í rúma tvo áratugi. Ári áður en bókin kom út hafði Bourdain skrifað greinina Don’t Eat Before Readings This sem birtist í tímaritinu The New Yorker og vakti mikla athygli. Bókin er á svipuðum nótum og greinin og segir bæði sögu Bourdain sem kokks, hvernig hann fann ástríðu fyrir mat í fyrsta sinn sem ungur strákur í heimsókn hjá ættingjum í Frakklandi og ferðalag hans til að enda sem yfirkokkur á bestu veitingastöðum New York borgar.

Inn á milli eru kaflar með góðum ráðum um hvað skuli forðast þegar er farið út að borða og skemmtilegir ruglkaflar um samskipti eldhússtarfsmanna og litríku samstarfsmenn Bourdain.

Ég tek það fram að ég er ekkert sérlega áhugasöm um mat en hafði engu að síður mjög gaman af lestrinum. Bourdain var fyndinn penni og jafn gagnrýnin á sig sjálfan (ef ekki meira) og aðra. Verkið er barn síns tíma og þarf því að meðhöndla það sem slíkt. Bourdain dró sjálfur til baka ráð sín varðandi gæði fisks á veitingastöðum á mánudögum. Einnig nefndi hann í miðju #Metoo að hann teldi bókin hafi hampað eða framlengt slæma menningu í eldhúsinu.

Það eru margir skemmtilegir frasar á borð við: „Your body is not a temple, it’s an amusement park. Enjoy the ride.“

(Líkami þinn er ekki musteri, heldur skemmtigerður. Njóttu ferðarinnar.)

 

Ýmislegt í verkinu á þó enn við, sér í lagi álag á kokkum, en man getur ímyndað sér álagið að bera fram ekki bara góða, heldur líka fallega, rétti á tímum instagram. Ég verð allavega að viðurkenna að ég ber töluvert meiri virðingu fyrir vinnu starfsfólks á veitingastöðum eftir að hafa lesið þessa bók. Þetta er heljarinnar púl og gengur bara upp ef allir í eldhúsinu eru samstilltir! Kitchen Confidential er öðruvísi minningarbók sem er auðlesin og tilvalið að taka með sér í fríið, sérstaklega ef lesandinn ætlar fínt út að borða í ferðinni!

Lestu þetta næst

Að rækta garðinn sinn

Að rækta garðinn sinn

Nýverið kom út íslensk þýðing Kristínar Jónsdóttur á skáldsögunni Vatn á blómin eftir franska...

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...