Anna Margrét Björnsdóttir

Anna Margrét er þýðandi, skúffuskáld og eilífðarstúdent, en hefur lokið grunnnámi í ensku og meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Hún býr í Mosfellsbæ, ásamt sambýlismanni sínum Elvari og kanínunni Móra. Þegar hún er ekki í vinnunni, að læra eða að lesa, syngur hún með Söngsveitinni Fílharmóníu eða spilar D&D með vinum sínum. Sem barn var hún afskaplega mikið fyrir bækur, raunar svo mikið að hátíðlegasti dagur ársins var þegar Bókatíðindi komu í hús fyrir jólin. Þau voru lesin spjaldanna á milli og merkt við allar álitlegustu bækurnar. Þær allra álitlegustu fengu 2-3 hök, í eins konar fyrirfram stjörnugjöf. Anna Margrét er gefin fyrir dystópískar ungmennasögur, furðusögur, glæpasögur og ástarsögur, en það rata allra bóka kvikindi inn í bókahillurnar hennar. Sem fullorðinn bókaormur hefur hún sætt sig við þá lykilstaðreynd lífsins að öll húsgögn eru fyrst og fremst geymslustaðir fyrir stafla af bókum sem stendur til að lesa.

Fleiri færslur: Anna Margrét Björnsdóttir

Ákall eftir þýðingu

Ákall eftir þýðingu

Það hefur verið svoleiðis rífandi gangur á lestrinum frá því að ég leit aðeins upp úr kanínuholu...

Bókabýtti

Bókabýtti

"Ég er með hugmynd," sagði ég upp úr þurru við eiginmann minn í byrjun síðasta mánaðar. Við vorum...

Elskuleg eiginkona mín

Elskuleg eiginkona mín

Ég er gefin fyrir sálfræðitrylla og það er fátt sem kitlar mig jafn mikið og óáreiðanleg...

Hámlestur

Hámlestur

Um daginn gerði ég svolítið sem ég hafði ekki gert í skammarlega langan tíma: Ég datt svo...