Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.
Leikhús
Að hika
Undir eftir Adolf Smára UnnarssonAfturámóti Loksins er komið sumarleikhús. Við Díana Sjöfn fórum galvaskar í Háskólabíó sem hýsir þessa dagana leikhúsið Afturámóti. Að sögn upphafsmanna er Afturámóti sviðslistahús sem einbeitir sér að því að halda úti rými...
Aldingarðurinn okkar
Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó. Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými. Tjöldunum hefur verið sveipað yfir bekkina, svo rýmið verður mjúkur og náinn hellir. Áhorfendur sitja fremst eða á sviðinu sjálfu, í leikmyndinni sem er mjúk og aðlaðandi....
Tíminn teygir úr sér
X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...
Kraftmikil sönglög sem kalla á stærra svið
Hljómsveitin stígur á svið og hefur leika. Um salinn í Tjarnarbíó óma kraftmiklir og taktfastir...
Ógöngurnar í göngunum
Í byrjun febrúar frumsýndi leikhópurinn Verkfræðingarnir leikverkið Vaðlaheiðargöng á Nýja sviði...
Skinheilög goð í samtímasnúning
Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri býður nú upp á nýja uppfærslu af Snorra – Eddu í Þjóðleikhúsinu...
Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu
Tessa Ensler er ungur stjörnulögfræðingur. Hún kláraði skólann með toppeinkunnir og vann eins og...
Tveir álfar sem gleðja lítil hjörtu
Leikhópurinn Miðnætti hefur sérhæft sig í vönduðu menningartengdu efni fyrir börn og hafa komið...