Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Kristín Björg útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún er mikill bókaormur og hefur verið nánast alla tíð. Fyrir tíu ára aldurinn heillaði lestur hana reyndar lítið en eins og margir lestrarhestar vita þá þurfti bara réttu bókina til að kveikja áhugann. Síðan það gerðist hefur hún verið með nefið á bólakafi ofan í bókum, bókstaflega. Þegar hún fær nýjar bækur í hendurnar veit hún fátt betra en að opna þær, fletta og anda að sér góða bóka ilminum áður en lesturinn hefst.

Spennandi ævintýrabækur og vísindaskáldsögur eru í miklu uppáhaldi hjá henni en hún les einnig talsvert af barna- og ungmennabókum. Kristín ákvað nýlega að láta drauminn um að skrifa bækur rætast og fyrsta skáldsaga hennar kemur út árið 2020. Kristín Björg býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum og bonsai trénu Hreggviði.