Lestrarklefinn

Á þeysiferð um grösugar sléttur, upp á fjöll og yfir frosnar túndrur. Þar er lestrarklefinn. Í ónefndri lest í ímyndun okkar þar sem tíminn er ekki til og alltaf er til nægt kaffi og súkkulaði. Litríkar bækur þekja veggi klefans og áhöfnin sinnir starfi sínu af alúð og ást.  Lestrarklefinn er hvíld frá hversdagsleikanum og vandamálum nútímans þar sem hægt er að sökkva sér niður í bók í þægilegum hægindastól með skemil og hlýtt teppi.

Bækurnar sem fjallað er um í Lestrarklefanum eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Hægt er að lesa um allt frá fræðibókum til fagurbókmennta, íslenskar bækur, erlendar, þýddar, óþýddar, barnabækur, unglinga- og ungmennabækur, góðar og slæmar. Það fer allt eftir skapi þess sem ritar hver umfjöllunin verður.

Lestrarklefinn er vefsíða með vandaðar umfjallanir um bækur, bókmenntir og lestur á bókmenntaeyjunni Íslandi. Umfjallanir um bækur, skrifaðar af lesendum fyrir aðra lesendur. Einnig eru fluttar fréttir eftir megni og mánaðarlega birtist nýr hlaðvarpsþáttur bundinn þema hvers mánaðar. Hægt er að senda ábendingar á póstfangið lestrarklefinn [hjá] lestrarklefinn.is.

 

Hits: 475