Stjörnugjöf Lestrarklefans

Lestrarklefinn vill skapa sér sérstöðu í stjörnugjöf. Þess vegna notar hann ekki venjulegar stjörnur til að gefa bókum einkunnir heldur mynd af eimreið og vögnum. Eimreið táknar eina stjörnu og svo raðast vagnarnir á eftir. Eimreið og fjórir vagnar táknar því fimm stjörnur. Einkunnagjöfin er algjörlega háð duttlungum farþegans sem las bókina. Þá er það líka háð duttlungum farþegans hvort bókinni er gefin einkunn yfirhöfuð. Til dæmis hefur ekki myndast hefð fyrir því að gefa barna- og unglingabókum einkunn. Við hjá lestrarklefanum vonum að einkunnagjöfin auðveldi lesendum að ákveða hvort þeir vilji lesa bókina eða ekki.

5 stjörnur s

Eimreið og fjórir vagnar jafngilda fimm hefðbundnum stjörnum. Bókin er mjög góð og læsileg.

4 stjörnur s

Eimreið og þrír vagnar jafngilda fjórum hefðbundnum stjörnum. Bókin er góð en eitthvað vantaði upp á til að hljóta fjórða vagninn. Til dæmis gæti prentun verið léleg.

3 stjörnur s

Eimreið og tveir vagnar jafngilda þremur hefðbundnum stjörnum. Getur táknað að hugmyndin að bókinni sé góð. Eitthvað mikið vantaði upp á; prentun léleg, söguflétta slök, bókin illa skrifuð og þar fram eftir götum.

2 stjörnur s

Eimreið og einn vagn jafngildir tveimur hefðbundnum stjörnum. Bókin var ekki nægilega góð og jafnvel leiðinleg.

1 stjarna s

Eimreið jafngildir einni stjörnu. Bókin var léleg.

Að sjálfsögðu ákskilja farþegar lestrarklefans sér það að fá að útskýra sína einkunnagjöf sjálfir. Útskýringarnar hér að ofan eru eingöngu dæmi.

Hits: 85