Kraftmikið bókmenntaár

9. janúar 2019

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmlega 300 styrkjum í öllum flokkum á síðasta ári. Umsóknum um styrki fjölgaði en svigrúm til styrkveitinga var líka meira þar sem meira fjármagn var til skiptanna. Fleiri fengu úthlutuðum styrkjum en á síðustu árum á undan. Upphæðir styrkja sem voru veittir eru allt frá 75.000 krónur upp í 2.000.000. Hæstan útgáfustyrk fékk Íslensk flóra, eftir Hörð Kristinsson, Þóru Ellen Þóhallsdóttur og Jón Hlíðberg.

Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að síðasta ár hafi verið kraftmikið bókmenntaár með tilheyrandi fjölgun styrkja. Vel er hægt að segja að mikill uppgangur sé í íslenskri bókaútgáfu og þýðingum, bæði frá erlendum tungumálum yfir á íslensku en einnig á þýðingum á íslenskum bókmenntum yfir á erlend tungumál. Hér er hægt að sjá heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...