Kvikmyndaðar bækur

Spennuþrungin og tilfinningarík saga vafin í undurfagran texta

Mér líður smávegis eins og ég hafi verið að kveðja góðan vin í hvert skipti sem ég klára góða bók. Smá leiði myndast en á sama tíma líður mér vel í sálinni af því ég fékk að kynnast góðum vinum og ferðast inn í nýja og ókannaða heima. Í þetta skipti var það bókin Slóð…

“Þið skiljið, hún átti alls ekki í nein önnur hús að venda”

Ég vara ykkur við strax, þetta verður löng umfjöllun. Lolita eftir Vladimir Nabokov. Það er með hálfum huga að ég tók mér þessa bók í hönd. Hún hefur sveimað í kringum mig síðan þýðing Árna Óskarssonar kom út á Íslandi árið 2014 en þá var ég að vinna í bókabúð og gleypti í mig nánast…

Hossandi sýruferð í draumalandið með Iggul Piggul

Mér áskotnaðist á dögunum ein merkilegasta og jafnframt ein súrrealískasta barnabók sem ég hef á ævi minni lesið – Í næturgarði Iggul Piggul: Allir um borð í Ninký Nonk. Bókin var gefin út af Forlaginu árið 2008 og byggir á sjónvarpsþáttunum In The Night Garden sem framleiddir voru af BBC. Sagan er eftir Andrew Davenport sem…

Ofurstelpan Matthildur

Á fyrsta ári skólagöngu minnar sat ég í nestistíma og hlustaði á umsjónarkennarann lesa upp úr bókinni Matthildur eftir Roald Dahl fyrir mig og samnemendur mína. Ég man hve rosalega skemmtileg mér þótti bókin og sagan af Matthildi hefur alltaf fylgt mér eftir þennan fyrsta lestur. Matthildur kom fyrst út árið 1986 í Englandi og sló strax í…

Grænmetisætan sem sækir í frið

Grænmetisætan er hluti af Neon bókaflokknum hjá Bjarti. Bókin kom mér ótrúlega á óvart og var alls ekki eins og ég bjóst við að hún yrði. Bókin er skrifuð af Suður-Kóreska rithöfundinum Han Kang og kom fyrst út árið 2007. Bókin hlaut mikla athygli í Suður-Kóreu og var kvikmynduð strax árið 2009. Bókin hlaut Man Booker…

Krúttleg saga af hernámi

Ég var að enda við að ljúka við Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shiffer og Annie Barrows og er uppfull af hlýjum tilfinningum og sé allt í bleikri móðu. Allt er svo milt og ljúft og krúttlegt. Bækur hafa tvímælalaust áhrif á það hvernig við sjáum heiminn og allir ættu að lesa krúttlegar bækur inn á…

Einbúinn á Mars

  Ég legg það ekki í vana minn að sjá bíómyndina áður en ég les bókina. Hins vegar gerðist það þegar ég sá The Martian  áður en ég las bókina. Sagan er skrifuð af Andy Weir, bandarískum rithöfundi og tölvuforritara með einarðan áhuga á geimnum og geimferðum. Myndin var ágætis afþreying, með svakalegum tilfinningasveiflum þar sem…

Fortíðarþrá til níunda áratugarins

Ready player one eftir Ernest Cline er bók sem hefur náð að safna að sér stórum fylgjendahópi og fengið költ status meðal lesenda sinna. Væntanleg í bíóhús á Íslandi er kvikmynd byggð á sögunni og hennar hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Cline notar dægurmenningu níunda áratugarins ríkulega í bókinni og það gæti vel verið hluti…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is