Vísindaskáldsögur

Algjörlega laus við persónusköpun

Vítisvélar, eftir Philip Reeve í prýðilega góðir íslenskri þýðingu Herdísar M. Hübner, er bók sem ég hlakkaði mjög til að lesa, hafði meira að segja sparað mér hana í marga mánuði. Bókin er flokkuð sem ungmennabók (YA) en gengur fyrir alla aldurshópa. Hún gerist í mjög fjarlægri framtíð, þegar borgir eru komnar á hjól, knúnar áfram…

“Æ æ! Afsakaðu! Ég skal þá trúa á fljúgandi diska og svífandi hnífapör!”

Glæpasögur eru vinsælar með eindæmum. Það er hægt að finna glæpasögur í hverjum einasta bókaflokki og nánast hver einasti rithöfundur hefur skrifað einhverja slíka sögu, jafnvel meira að segja óvart. Stundum er glæpurinn augljós og í byrjun er hann framinn, atburðarás bókarinnar fer þá að stað og snýst um að upplýsa glæpamanninn. Stundum er glæpurinn…

Kepler62 – Vísindaskáldsaga fyrir börn

Þegar ég var yngri hafði ég brennandi áhuga á furðusögum og vísindaskáldsögum. Mér er enn minnisstætt þegar ég las Tímavélina eftir H.G. Wells. Ég var ekkert mjög gömul og pabbi hafði otað henni að mér, ef ég man rétt. Stuttu síðar horfðum við svo á bíómynd byggða á sögunni. Ég var kolfallin og leitaði eins og ég…

IceCon 2018 – Furðusagnahátíð

Bókmenntir eru að einhverju leyti einmanalegasta listformið og hið fullkomna áhugamál fyrir einræna innipúkann sem leynist í okkur flestum. En í kringum bækur er líka að finna mjög líflegt félagslíf, útgáfupartý, upplestra, bókamessur og bókmenntahátíðir. Sem lesandi vissi ég alltaf af tilvist þessara fyrirbæra, en datt aldrei í hug að mæta. Ekki fyrr en ég…

Hvernig er að vera gleymd?

Vísindaskáldsögur heilla mig óendanlega mikið. Ímyndunaraflið sem þarf til að hugsa upp nýja heima, nær óhugasandi atburði og nýstárlega tækni er bara eitthvað svo magnað. Claire North hefur ótrúlega hæfileika þegar hún beitir pennanum og hefur sent frá sér fjórar vísindaskáldsögur. Lestrarklefinn hefur áður fjallað um bók eftir Claire North og mælir hiklaust með bókum…

Dystópía án óreiðu

Flestar dystópíu-sögur og heimsendabækur byrja á róleguheitum og enda í óreiðu. Greiningu mína byggi ég á að sjálfsögðu á heimsenda Hollywood-myndum. Ágætis skemmtun inn á milli. Það er eitthvað svo spennandi að fylgjast með manneskjum berjast við dauðann, reyna á þolmörkin og bjarga heiminum. Ég hef ekki lesið margar bækur um sama efni, þótt mín…

Endurtekin líf Harry August

Harry August fæðist, lifir lífi sínu og deyr, rétt eins og við öll. Hann er þó nokkuð frábrugðinn venjulegu fólki því hann fæðist aftur og aftur, á sama stað, á sama tíma af sömu foreldrum með fullkomið minni af fyrra lífi sínu. Harry August er Ourobouran og einstakur meira að segja í þeim hópi, af…

Einbúinn á Mars

  Ég legg það ekki í vana minn að sjá bíómyndina áður en ég les bókina. Hins vegar gerðist það þegar ég sá The Martian  áður en ég las bókina. Sagan er skrifuð af Andy Weir, bandarískum rithöfundi og tölvuforritara með einarðan áhuga á geimnum og geimferðum. Myndin var ágætis afþreying, með svakalegum tilfinningasveiflum þar sem…

Líkömnuð gervigreind í hefndarhug

Einu sinni las ég nær eingöngu vísindaskáldsögur og ævintýrabækur. Einhvern veginn hef ég alltaf búið í einhverjum öðrum heimi hvort sem það er á þessari plánetu, annarri vídd eða allt annar heimur. Ég tók þó fljótlega eftir því að bækurnar sem ég las voru eiginlega allar eftir karla, sem er auðvitað allt í lagi út…

Fortíðarþrá til níunda áratugarins

Ready player one eftir Ernest Cline er bók sem hefur náð að safna að sér stórum fylgjendahópi og fengið költ status meðal lesenda sinna. Væntanleg í bíóhús á Íslandi er kvikmynd byggð á sögunni og hennar hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Cline notar dægurmenningu níunda áratugarins ríkulega í bókinni og það gæti vel verið hluti…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is