Ævisögur

Óþægileg, náin og mögnuð ljóð um gangverk lífsins

Þorvaldur S. Helgason rithöfundur og ljóðskáld sendi nýverið frá sér ljóðabókina Gangverk en fyrir handritið fékk hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þetta er önnur ljóðabók Þorvaldar en sú fyrsta Draumar á þvottasnúru kom út á vegum bókaútgáfu Partusar með það fyrir augum að koma nýjum ljóðskáldum fram á sjónarsviðið. Það var einn grámyglulegan dag sem ég…

Heklugjá – gjáin sem rétt grillti í

Fyrsta merki um að Heklugjá – leiðarvísir að eldinum eftir Ófeig Sigurðsson væri ekki rétta bókin fyrir mig var þegar ég vaknaði einn morguninn og bókin var gegnvot. Sá eins árs gamli og síþyrsti hafði sturtað stútkönnunni sinni yfir náttborðið með þeim afleiðingum að blaðsíðurnar voru allar orðnar undnar og ljótar. Það tók bókina tvo sólarhringa að…

Amma – Draumar í lit

Síðasta samtal mitt við ömmu mína var á hjúkrunarheimilinu, hún var eiginlega alveg hætt að geta tjáð sig, en skyldi allt. Ég sagði henni frá strákunum mínum, hvað við værum að bralla og bardúsa og ég held henni hafi þótt ágætt að hlusta á mig. Hún náði að draga mig að sér og hvísla í…

Manneskjusaga – Saga af vanmáttugu samfélagi

Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur er átakanleg saga Reykvískrar konu. Sagan er skáldævisaga byggð á rauverulegum atburðum sem gerast í ekki svo fjarlægri fortíð. Björg er sem kornabarn gefin til ættleiðingar. Foreldrar hennar eru einsetubóndi að austan og drykkjukona að norðan. Hún er ættleidd af hjónum í Reykjavík, sem gefa henni alla þá ást og umhyggju…

Ástin á tímum Stasi

Svöng, þyrst og ótrúlega taugaveikluð. Þannig leið mér þegar ég las Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur, blaðamann og safnstjóra Eldheima í Vestmannaeyjum. Bókin kom út í fyrra en ég frétti ekki af henni fyrr en nú fyrir stuttu. Já, svöng og þyrst. Aldrei á ævinni hef ég upplifað eins mikinn þorsta eins og þegar ég…

Þetta var bróðir minn… eða hans

Við vitum langflest að Vincent van Gogh er á meðal frægustu og áhrifamestu málurum sögunnar þótt að fólk viti ekki meira um myndlist en það. Ég hef dáðst af goðsögninni af honum frá því ég var lítið barn og geri enn. Ég les, horfi og skoða allt efni sem ég finn um líf hans, list…

Listamannalaun, minningaskáldsaga um partí

Það verður að segjast að ég hafði þónokkra fordóma gagnvart bókinni Listamannalaun áður en ég byrjaði að lesa hana. Í fyrsta lagi er hún titluð „minningaskáldsaga“, en það er vaxandi ósiður að fólk þurfi sérstaklega að afsaka endurminningar sínar með þessum hætti. Eins og það sé ekki bara sjálfsagt að allar minningar séu að einhverju…

Einu sinni var í austri: Uppvaxtarsaga

Sjálfsævisögur hafa sjaldan heillað mig. Mér finnst þær oft á tíðum uppfullar af löngum lýsingum á högum fólks, umhverfi sem er mér ókunnugt og persónum sem sögumaður þekkir vel en gleymdi kannski að kynna fyrir lesandanum. Þær geta verið svo þurrar. Þegar ég tók upp bókina Einu sinni var í austri: Uppvaxtarsaga var ég því ekkert…

Fyrirgefning Þórdísar og Tom

Handan fyrirgefningar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger Forlagið Reykjavík, 2017 Bókin Handan fyrirgefningar kom út í mars árið 2017. Ég var ekki að lengi að hugsa mig um áður en ég var búin að reiða fram debetkortið og hún varð mín. Það tók mig aftur á móti langan tíma að klára loksins að lesa…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is