“Fingur, tær og fætur / er matur svo sætur”

Það eru ótal hættur sem leynast í villtri náttúrunni, ekki síst í frumskóginum. Það leynist til dæmis krókódíll sem vill ólmur næla sér í barn að borða. Hinum dýrunum finnst fjarstæða að borða börn og reyna að sannfæra Risastóra krókódílinn um að það sé mun betra að innbyrða aðrar fæðutegundi – svo sem ber og…

Betri við seinni kynni

Bjargvætturinn í grasinu (e. The Catcher in the Rye) er klassísk þroskasaga sem hefur notið mikilla vinsælda frá fyrstu útgáfu árið 1951 í Bandaríkjunum. Flestir sem hafa stundað nám við Menntaskólann við Hamrahlíð eða í öðrum mennta- og framhaldsskólum þekkja hana hins vegar sem aðalbókina í ensku 303 (hvað sem sá áfangi heitir í dag). Bókin fjallar…

Aftur til bókafortíðar: Við urðarbrunn og Nornadómur

Manstu eftir bókunum sem heltóku þig á sínum tíma sem unglingur? Bækur sem fengu þig til að fá eitthvað tímabil á heilann, persónur eða mótuðu jafnvel áhugasvið þitt. Ef þú læsir sömu bækur í dag, hvort yrðu það ánægjulegir endurfundir eða gríðarleg vonbrigði? Er kannski ekki ráðlegt að fara aftur til bókafortíðar?  Þú hefur þroskast…

Afkvæmi svarts og hvíts segir sögu sína

Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah í framúrskarandi íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur er bók sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Í bókinni segir Noah frá uppvexti sínum í Suður-Afríku, á tíma þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt besta. Noah er sonur hvíts manns frá Sviss og svartrar Xhosa konu, tilvera hann er…

Hvert einasta orð hefur tilgang

Nú á dögunum kom út bókin Eins og fólk er flest eftir Sally Rooney hjá bókaútgáfunni Benedikt. Bókin er hluti af bókaklúbbnum Sólinni þar sem bækur fá yfirleitt kápu í sama þema, en Eins og fólk er flest fékk að halda upprunalegu kápunni sinni, líklega vegna gífurlegra vinsælda hennar erlendis. Þýðandi er Bjarni Jónsson sem einnig þýddi fyrstu…

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Það er áskorun að finna bækur sem vekja áhuga hjá ungum lesendum. Það getur verið leiðigjarnt að lesa stöðugt algjört léttmeti án söguþráðs. Því fylgir viss léttir þegar barnið kemst yfir erfiðasta hjallann í lestrarnáminu og getur farið að lesa bækur sem eru ögn meiri áskorun og með safaríkum söguþræði. Þó verður að gæta þess…

Röskun

Við þurfum að tala saman um Röskun. Röskun er nýleg íslensk spennusaga sem ég ætlaði að vera fyrir lifandi löngu búin að skrifa pistil um. Bókin kom út hjá Sölku í vor og er frumraun höfundarins, Írisar Aspar Ingjaldsdóttur. Ég gerði þau mistök að byrja á bókinni seint um kvöld, en fann hér um bil…

Skólabækurnar

Það er titringur í loftinu. Haustið vill oft vera þannig. Það er titringur, spenna, eftirvænting, smá kvíði en kannski mest tilhlökkun eftir öllu því sem haustið hefur upp á að bjóða. Það er gott að detta inn í rútínuna aftur, eflaust margir sem hafa saknað hennar. Svo eru enn aðrir sem koma sér upp nýrri…

Korka fer aftur á stjá

Korka er afskaplega tápmikil og fjörug stúlka sem á erfitt með að hemja fjörið í maganum þegar það kemst á flug. Nú er komin út önnur bók um Korku og öll hin ótrúlegu uppátæki hennar. Áður hefur komið út ein bók um stelpuna Korku, þar sem birtust nokkrar sögur af skjátunni þar sem hún leyfir…

Guðbjörg hin mikla í stórkostlegri örlagasögu

Ég vatt mér inn í Mál og menningu á dögunum og kom auðvitað út með mikinn feng, eins og vanalega. Að þessu sinni var endurútgefin saga Þorgríms Þráinssonar, Allt hold er hey, í pokanum. Ég verð bara að segja eins og er; bókin er stórkostleg og persónurnar eru svo raunverulegar í mínum huga að ég…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is