Ljóðabækur

Ljóðlegur hversdagsleiki í lífi Hryggdýrs

Ég hef það stundum á tilfinningunni að það að lesa ljóð sé aðeins sport sem bókmenntaséní og fræðifólk brilleri í; að alþýðleg Reykjavíkurmær, eins og ég, eigi þar með ekkert í að vera að spá og spekúlera í merkingu ljóða. Ég tók þessar efasemdir um hæfni mína til að rýna í ljóðabækur og lagði þær…

Óbragð í munni og óhugnaður í sálinni

Óhugnaðurinn sem býr í texta Gerðar Kristnýjar í nýjasta ljóðabálki hennar, Sálumessu, nístir lesanda inn að beini; inn í sálina. Hann fær óbragð í munninn þegar ljóðmælandi dregur upp sögu konu, illa leikna af sínu eigin skyldmenni. Voðaverkin sem Gerður skrifar um eru vísun í mál sem kom upp fyrir um það bil sextán árum…

Almættið í Comic Sans

Ég vil hefja þessa umfjöllun á varnagla. Ég les ekki mikið af ljóðum og hef lítið við á skáldskap. En eitt af því sem gerir ljóð að jaðarbókmenntagrein í dag er líklega þessi tilfinning sem margir fá þegar þeir lesa ljóð, að þeir hafi nú kannski ekki mikið vit á þessu. Ljóðaótti? Kannast lesendur við…

Ljóðpundari – barnaljóðabók

Þórarinn Eldjárn sendi frá sér nýja barnaljóðabók í vikunni, Ljóðpundari. Bókin svíkur engan, ekki frekar en hinar barnaljóðabækurnar hans. Ljóðpundari er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn, systur hans líkt og aðrar ljóðabækur eftir Þórarinn. Þórarinn hefur einstakt lag á að setja saman skemmtileg kvæði sem fá meira að segja óáhugasöm börn til að pæla í ljóðum og orðum,…

Kvenleg byltingarljóð

Í hendur mínar rataði lítil bók, fagurlega hönnuð og eitthvað svo viðkvæm að mér þótti næstum synd að opna hana og aflaga fullkomnar blaðsíðurnar. En ég gerði það samt, því hvers virði er bók ef maður getur ekki opnað hana og lesið? Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur er sjöunda ljóðabók hennar. Linda fékk einróma lof gagnrýnenda fyrir…

Brunahani á strigaskóm

Það er erfitt að skrifa barnabækur. Börn vilja ekki hvað sem er og svo eru börn eins mismunandi og þau eru mörg. Það er erfitt að velja bók fyrir börn og það sem hentar einu hentar kannski ekki því næsta. Á okkar heimili hafa hvers kyns vísur í barnabókum alltaf verið vinsælar. Það er ekki…

Mjólk og hunang

Milk and honey Rupi Kaur Andrews McMeel Publising Bandaríkin, 2015 Ég fékk þessa fallegu ljóðabók lánaða hjá samstarfskonu minni. Það tók mig ekki langan tíma að klára bókina, eina kvöldstund. Bókin skiptist í fjóra hluta; sársaukinn (the hurting), ástin (the loving), niðurbrotið (the breaking) og enduruppbyggingin (the healing). Það er mjög mikill munur á ljóðunum…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is