Barnabækur

Hroðalegar nornir

Af einhverju ástæðum las ég aldrei bækur Roald Dahl þegar ég var yngri. Ég sé hve miklu ég hef misst af núna. Ég er líklega ekki að segja neinum fréttir þegar ég tilkynni að sögurnar hans séu ævintýralega skemmtilegar. Það er ekkert ómögulegt eða asnalegt hjá Dahl. Allt sem gerist í sögunum hans er fullkomlega…

Hin hugrakka Lukka og hugmyndavélin

Lukka er tólf ára stelpa sem verndar stórkostlegan dýrgrip. Á ferð um Suður-Ameríku fékk hún í hendurnar dýrmætustu uppfinningu sem nokkurn tímann hefur verið fundin upp, hugmyndavélina. Hugmyndavélin virkar þó ekki, því hún bilaði fyrir löngu síðan og það vantar einhverja hluti í hana. Lukka hefur eytt nokkuð löngum tíma í að reyna að laga…

Mamma klikk í lestri Gunna

Mamma klikk eftir Gunnar Helgason kom út fyrir fjórum árum. Þá voru mínir piltar ekki farnir að hafa áhuga á svona saðsömum bókmenntum og því fór bókin undir radarinn hjá okkur, á því herrans ári 2015. En batnandi fólki er best að lifa, ekki satt? Gunnar, sem mér finnst einhvern veginn náttúrulegra að kalla Gunna,…

Úlfur og Edda – Á flakki í Ásgarði

Hefðin er að sökkva sér í safaríka, brakandi ferska jólabók á jóladag. Eða svo er mér sagt. Ég sökkti mér í aftur á móti niður í spennandi barnabók sem er ekki glæný heldur hefur setið í hillunni hjá mér ólesin allt of lengi. Úlfur og Edda – Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur er grípandi barnabók sem…

Norrænu goðin og myrkur heimur Ásanna

Fyrir jólin datt í búðirnar bókin Norrænu goðin eftir Johan Egerkrans í íslenskri þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar. Bókin er bráðfalleg með stórfenglegum, myrkum myndum og sögum úr Völuspá, Grímnismálum, Vafþrúðnismálum og fleiri fornum norrænum handritum. Bókin kom fyrst út í Svíþjóð árið 2016 og fékk góðar viðtökur, að mér sýnist, og hefur verið þýdd á nokkur tungumál. Ég…

Hossandi sýruferð í draumalandið með Iggul Piggul

Mér áskotnaðist á dögunum ein merkilegasta og jafnframt ein súrrealískasta barnabók sem ég hef á ævi minni lesið – Í næturgarði Iggul Piggul: Allir um borð í Ninký Nonk. Bókin var gefin út af Forlaginu árið 2008 og byggir á sjónvarpsþáttunum In The Night Garden sem framleiddir voru af BBC. Sagan er eftir Andrew Davenport sem…

Bangsi litli í skóginum

Ég rak augun í barnabók í stóru broti í bókabúðinni um daginn. Á kápunni er mynd af draugalegu rauðu húsi í bakgrunni og litlum sætum birni í forgrunni. Björninn er klæddur í doppóttan dúk og heldur á lampa örlítiði áhyggjufullur á svip. Þessi bók kallaði á mig og þar sem ég stóð í bókabúðinni fletti…

Lang-elstur í leynifélaginu

Bergrún Íris Sævarsdóttir sló í gegn með fyrri bókinni um Eyju og Rögnvald, Lang-elstur í bekknum, þegar hún kom út í fyrra. Eyja var þá að byrja í fyrsta bekk og var svolítið kvíðin fyrir því öllu saman. Hún þekkti ekki krakkana sem voru í bekknum, en það lagaðist fljótlega því Rögnvaldur, hinn 96 ára gamli…

Jólasveinarannsóknin – Hver setur í skóinn?

Enn einu sinni er langt liðið á desember og Stekkjastaur kíkir við í kvöld, og hver hrekkjóttur bróðirinn á eftir öðrum næstu kvöld. Komu þessara bræðra er beðið með eftirvæntingu hér, líkt og á öðrum heimilum geri ég ráð fyrir, og skórnir eru komnir út í glugga þótt annað jólaskraut hangi enn í kössum. Baldur,…

Þitt eigið tímaferðalag – Flakkað um mannkynssöguna

Mér hefur verið tíðrætt um Þínar eigin-bækur Ævars Þórs Benediktssonar. Hef nefnt þær í þó nokkrum færslum hér í Lestrarklefanum, enda er hann einn söluhæsti barnabókahöfundur á Íslandi í mörg ár. Nýjasta bókin hans Þitt eigið tímaferðalag hefur nú þegar setið á metsölulista bókabúðanna í margar vikur. Krakkar gjörsamlega kolfalla fyrir þessum bókum og í raun þarf lítið…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is