Léttlestrarbækur

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Það er áskorun að finna bækur sem vekja áhuga hjá ungum lesendum. Það getur verið leiðigjarnt að lesa stöðugt algjört léttmeti án söguþráðs. Því fylgir viss léttir þegar barnið kemst yfir erfiðasta hjallann í lestrarnáminu og getur farið að lesa bækur sem eru ögn meiri áskorun og með safaríkum söguþræði. Þó verður að gæta þess…

Korka fer aftur á stjá

Korka er afskaplega tápmikil og fjörug stúlka sem á erfitt með að hemja fjörið í maganum þegar það kemst á flug. Nú er komin út önnur bók um Korku og öll hin ótrúlegu uppátæki hennar. Áður hefur komið út ein bók um stelpuna Korku, þar sem birtust nokkrar sögur af skjátunni þar sem hún leyfir…

Stjáni og stríðnispúkarnir

Það er fátt erfiðara en að skapa áhuga á lestri í hugum þar sem allt er á tjá og tundri og svo margt annað sem hægt er að gera. Svo margt sem bíður þarna úti! Þegar sá sjö ára datt niður á Stjána og stríðnispúkana þá varð lesturinn ögn auðveldari. Skyndilega var ekkert mál að lesa…

Dabbi C fyrir gelgjur fjórða áratugarins

Þau sem eru almennt séð ekkert rosalega utan við sig hafa örugglega orðið vör við umræðu um lestraráhuga ungmenna á þessari snjalltækjaöld. Ég tileinka þessari færslu einmitt lestraráhuga ungmenna. Ungmenna í byrjun 20. aldar. Já þú last rétt. Þannig er mál með vexti að ég fór í heimsókn til mömmu og pabba. Þegar ég er…

Draugagangur og piparkökuhús – léttlestrarbækur

Ævar Þór Benediktsson er líklega einn afkastamesti íslenski barnabókahöfundurinn í dag. Hann hefur sent frá sér hvorki meira né minna en fjórar bækur það sem af er þessu ári. Hann var tilefndur til minningarverðlauna Astridar Lindgren á síðasta ári fyrir að vera lestrarhvetjari, titil sem hann hefur sjálfur tekið opnum örmum og ég sjálf tel…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is