Ungmennabækur

Hroðalegar nornir

Af einhverju ástæðum las ég aldrei bækur Roald Dahl þegar ég var yngri. Ég sé hve miklu ég hef misst af núna. Ég er líklega ekki að segja neinum fréttir þegar ég tilkynni að sögurnar hans séu ævintýralega skemmtilegar. Það er ekkert ómögulegt eða asnalegt hjá Dahl. Allt sem gerist í sögunum hans er fullkomlega…

Mamma klikk í lestri Gunna

Mamma klikk eftir Gunnar Helgason kom út fyrir fjórum árum. Þá voru mínir piltar ekki farnir að hafa áhuga á svona saðsömum bókmenntum og því fór bókin undir radarinn hjá okkur, á því herrans ári 2015. En batnandi fólki er best að lifa, ekki satt? Gunnar, sem mér finnst einhvern veginn náttúrulegra að kalla Gunna,…

Villimærin fagra og Pullman

Fyrir margt löng síðan, rétt fyrir unglingsárin, las ég bækur Pullman um Lýru; Gyllta áttavitann, Lúmska hnífinn  og Skuggasjónaukann. Ég las þær með augum krakka sem sér það ævintýralega í sögunni; það spennandi og það framandi. Áhugaverðast við söguna þótti mér að fólk var með fylgjur, dýr sem voru bundin manneskjum ósýnilegum en mjög raunverulegum böndum og ég sá…

Norrænu goðin og myrkur heimur Ásanna

Fyrir jólin datt í búðirnar bókin Norrænu goðin eftir Johan Egerkrans í íslenskri þýðingu Sigurðar Þórs Salvarssonar. Bókin er bráðfalleg með stórfenglegum, myrkum myndum og sögum úr Völuspá, Grímnismálum, Vafþrúðnismálum og fleiri fornum norrænum handritum. Bókin kom fyrst út í Svíþjóð árið 2016 og fékk góðar viðtökur, að mér sýnist, og hefur verið þýdd á nokkur tungumál. Ég…

Þitt eigið tímaferðalag – Flakkað um mannkynssöguna

Mér hefur verið tíðrætt um Þínar eigin-bækur Ævars Þórs Benediktssonar. Hef nefnt þær í þó nokkrum færslum hér í Lestrarklefanum, enda er hann einn söluhæsti barnabókahöfundur á Íslandi í mörg ár. Nýjasta bókin hans Þitt eigið tímaferðalag hefur nú þegar setið á metsölulista bókabúðanna í margar vikur. Krakkar gjörsamlega kolfalla fyrir þessum bókum og í raun þarf lítið…

Draumurinn – Fótboltabók fyrir alla krakka

Fyrir nokkrum mánuðum vissi ég ekkert um fótbolta. Ekki neitt! Og ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég lýsi þessari vankunnáttu minni. Svo kom HM í knattspyrnu og nýtt áhugamál skaut niður rótum hjá þeim sex ára sem núna æfir fótbolta þrisvar í viku. Allt snýst um fótbolta, leikmenn, boltaspörk með rist eða…

Kepler62 – Vísindaskáldsaga fyrir börn

Þegar ég var yngri hafði ég brennandi áhuga á furðusögum og vísindaskáldsögum. Mér er enn minnisstætt þegar ég las Tímavélina eftir H.G. Wells. Ég var ekkert mjög gömul og pabbi hafði otað henni að mér, ef ég man rétt. Stuttu síðar horfðum við svo á bíómynd byggða á sögunni. Ég var kolfallin og leitaði eins og ég…

PAX-Níðstöngin – Hrollvekjandi barnabók

Ég var vöruð við því þegar ég fékk bókina í hendurnar, að líklega væri hún ekki fyrir lesendur yngri en tíu ára. Drengjunum mínum sem eru báðir undir tíu ára var því hlíft við þessari bók. Mér var líka sagt að bókin væri hörkuspennandi. Bókin er nokkuð hrollvekjandi, grafísk og spennandi. Mér virðist sem það hafi…

Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn

Ég var ekkert of viss um hvað mér ætti að finnast um Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blæ Ingólfsson þegar ég byrjaði að lesa hana. Einhvern veginn minnti hún mig á Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, sem er svo sem ekki slæmt. Þannig að ég hélt áfram og eftir nokkra kafla…

Ljónið – menntaskólalíf í álögum

Ég var búin að hlakka til að lesa Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur í langan tíma, enda heyrði ég fyrst af henni meðan hún var enn í smíðum. Þannig vill til að vinkona mín deilir skrifstofu með Hildi og í gegnum hana heyrði ég ýmislegt um rannsóknarvinnuna sem höfundur lagði í fyrir bókina, og það sem…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is