Fréttir

Verðlaunuð fyrir þýðingu sína á verki Dostojevskí

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í fimmtánda sinn í dag og hlutu þau Gunnar Þorri Pétursson og Ingibjörg heitin Haraldsdóttir verðlaunin að þessu sinni fyrir þýðingu þeirra á verkinu Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodors Dostojevskí. Bandalag þýðenda og túlka auk Rithöfundasambands Íslands standa fyrir verðlaununum sem veitt voru að heimili Halldórs Laxness heitins, Gljúfrasteini. Forseti Íslands flutti ávarp…

Forstjóri Menntamálastofnunnar segir lestrarhraða ekki eftirsóknarverðastan

Gott lestrarlag sem og hrynjandi gefa mikilvægar vísbendingar um lesskilning nemenda og þar spilar lestrarhraði einnig hlutverk. Nemandi eigi að geta skynjað og myndað hljóð í lestri án mikillar fyrirhafnar en það hafi svo í för með sér svigrúm til að skilja það sem lesið er.  Þetta kemur fram í grein Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunnar,…

Bókmenntahátíð að vori

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík fer fram að vori í ár, nánar tiltekið dagana 24.-27. apríl, skömmu eftir Dag bókarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin að vori, en áður hefur hún verið haldin í september annað hvert ár, allt frá árinu 1985. “Það koma út margar þýðingar á vorin, sem koma kannski…

Gagnrýna að hæfni til lesturs sé metin eftir lestrarhraða

Umræða um lestur hefur farið mikinn undanfarið og höfum við í Lestrarklefanum ekki farið varhuga af henni. Fjallað hefur verið um að ungmenni lesi minna nú til dags og að lesskilningur hafi orðið undir. Reglulega koma fregnir af bágri stöðu íslenskra nemenda í Pisa könnunum er varðar lestur og lesskilning. Í kjölfar þessa hafa nokkrir…

Bækur í barnaboxin

Á Nýja Sjálandi hefur skyndibitakeðjan McDonalds bætt bókum í barnaboxin í stað litlu plastleikfanganna. Framtakinu er ætlað að vera lestrarhvetjandi fyrir börn og jafnvel höfða til foreldranna sem í mörgum tilvikum ólust upp við sögur Dahl. Sögurnar sem rata í boxin eru einmitt styttri útgáfur af frægum sögum Roald Dahl. Þar má finna bækurnar Wonderful Mr…

60 kíló, Silfurlykillinn og Flóra Íslands

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins eru Hallgrímur Helgason í flokki fagurbókmennta, fyrir bók sína Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir Silfurlykilinn og að lokum hlaut Flóra Íslands verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Að baki Flóru Íslands standa Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þóhallsdóttir og Jón…

“Þetta vilja börnin sjá!” í Gerðubergi

Þann 20. janúar síðastliðinn var opnuð sýningin Þetta vilja börnin sjá! á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Á sýningunni er hægt að skoða myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018. Sýningin í Gerðubergi stendur til 31. mars og er opin á milli 9:00 og 18:00. Eftir 31. mars fer sýningin á flakk um landið. Fyrsti viðkomu…

Fjöruverðlaunin veitt í þrettánda sinn

Fjöruverðlaunin, bókmennta verðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunahafar að þessu sinni voru fimm. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum; fagurbókmenntir, fræðibækur og rit almenns eðslis og barna- og unglingabókmenntir. Sigurvegarar að þessu sinni voru: Guðrún Eva Mínervudóttir í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Ástin Texas sem er safn smásagna. Bára…

Ættarmót Njáluhandrita á Stofnun Árna Magnússonar

Á dánardegi Árna Magnússonar 7. janúar efndi starfsfólk á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til ættarmóts Njáluhandrita og nýtti sér það tækifæri að hafa Reykjabók, sem lánuð var frá Kaupmannahöfn á sýninguna Lífsblómið, með á handritamótinu. Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar, segir að það sé ekki hægt að fullyrða um að svipað…

Kraftmikið bókmenntaár

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði rúmlega 300 styrkjum í öllum flokkum á síðasta ári. Umsóknum um styrki fjölgaði en svigrúm til styrkveitinga var líka meira þar sem meira fjármagn var til skiptanna. Fleiri fengu úthlutuðum styrkjum en á síðustu árum á undan. Upphæðir styrkja sem voru veittir eru allt frá 75.000 krónur upp í 2.000.000. Hæstan…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is