Fréttir

Alþjóðleg bókmenntaveisla í Reykjavík

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður haldin næstu daga. Hátíðin var sett í dag í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Dagskrá fer þó að öllu leiti fram í Reykjavík eftir það í Norrænahúsinu, Iðnó og Veröld, húsi Vigdísar 24.-27. apríl. Dagskrá hátíðarinnar er æði fjölbreytt í ár og er þar að finna höfundasamtöl um glæpasögur, kvikmyndaaðlögun, fjölskyldusögur…

Ljósaseríuklúbburinn frá Bókabeitunni – barnabækur í áskrift

Bókaforlagið Bókabeitan hefur komið á fót áskriftarklúbbi fyrir börn. Bækurnar sem Bókabeitan verður með í áskrift eru Ljósaseríu-bækurnar og býðst áskrifendum að fá sendar heim fjórar glænýjar bækur á ári. Í Ljósaseríunni eru bækur sem henta börnum sem eru að byrja að lesa, en komin með nokkuð góð tök á lestrinum. Letur í bókunum er…

Tilnefningar til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs

Á degi barnabókarinnar, 2. apríl, var tilkynnt um tilnefningar til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 við hátíðlega athöfn í Norrænahúsinu. Fjórtán bækur eru tilnefndar til verðlaunanna, á átta norrænum tungumálum. Frá Íslandi eru tilnefndar tvær bækur, Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn. Lestrarklefinn óskar Ragnheiði og Sigrúnu að sjálfsögðu innilega til hamingju með tilnefninguna. Aðrar tilnefningar eru:…

Sigurvegarar í lestrarátaki Ævars

Dregið var út í lestrarátaki Ævars vísindamanns í gær. Þetta var fimmta og jafnframt síðasta lestrarátak Ævars sem lauk með hvelli, þar sem ekki eingöngu fimm nöfn voru dregin úr pottinum heldur var foreldrum líka boðið að taka þátt í þetta sinn. Eins og var að vænta var met slegið í lestrarátakinu í ár og…

Barnabækur í áskrift frá Angústúru

Bókaútgáfan Angústúra ætlar að bjóða börnum á aldrinum 9-13 ára að ganga í áskrift að barnabókum. Bækurnar sem nú þegar hafa komið út í áskrift er bókaflokkarnir Villinorn, Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen og nýr íslenskur bókaflokkur. Von er á umsögn um Brjálínu Hansen í Lestrarklefanum fljótlega. Þess má geta að önnur bók úr bókaflokknum um Villinorn hefur…

Vilja fá skúffuskáldin fram í dagsljósið

Skandali er nýtt menningarrit úr smiðju hugsjónafólks sem vill koma á fót nýjum vettvangi fyrir „unga höfunda og langtíma skúffuskáld sem eru feimin við að stíga fram,” eins og Ægir Þór ritstjóri Skandala komst að orði. Á bak við tímaritið stendur sjö manna ritstjórn sem sækist eftir ögrun, fjölbreytni og tilraunum í efnisvali fyrir tímaritið….

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Síðasta laugardag 2. mars voru tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar tilkynntar í Gerðubergi við hátíðlega athöfn. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra. Flokkarnir eru frumsamdar barnabækur, myndlýstar bækur og þýddar bækur. Verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag í Höfða.         Tilnefningarnar voru í hverjum flokki fyrir sig:   Frumsamdar…

Trúa á mátt og mikilvægi bókarinnar

Nýja bókaforlagið Una útgáfuhús gaf út sitt fyrsta verk á dögunum, endurútgáfu á Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson. Bókin er endurminningar frá þáttöku hans í Spánarstyrjöldinni. Una útgáfuhús stefnir einnig að því að veita ungskáldum vettvang til útgáfu. Forlagið samanstendur af Einari Kára Jóhannssyni, Jóhannesi Helgasyni, Kristínu Maríu Kristinsdóttur og Styrmi Dýrfjörð, en þau…

Bókamarkaður í Laugardal

Í dag, föstudaginn 22. febrúar, opnaði Bókamarkaðurinn í Laugardalnum og stendur til 10. mars næstkomandi. Síðar mun markaðurinn flytja sig á Akureyri og til Egilstaða. Lestrarklefinn hvetur bókaunnendur til að líta við á markaðnum og gera góð kaup. Til dæmis er hægt að gera prýðiskaup á barnabókum, sem síðar er hægt að nota í gjafir…

Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldkonurnar Kristín Ómarsdóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2019 fyrir hönd Íslands. Kristín Ómarsdóttir er tilnefnd fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum og Kristín Eiríksdóttir fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt.  Kristín Eiríksdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki fagurbókmennta fyrir Elín, ýmislegt. Í rökstuðningi dómnefndar með Elín, ýmislegt segir meðal annars: Skáldsaga Kristínar fjallar um sjálfsmynd kvenna frá…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is